Framleiddi myndina The Secret Life Of Walter Mitty sem tekin var á Íslandi:

Kvikmyndaframleiðandinn Samuel Goldwin Jr er látinn 88 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Síðasta myndin sem Goldwin Jr framleiddi var The Secret Life Of Walter Mitty, með Ben Stiller í aðalhlutverki,  en myndin var að stórum hluta tekin á Íslandi.

Í frétt um andlátið á vefsíðunni Deadline Hollywood segir að Goldwin Jr hafi verið sonur hins þekkta og þjóðsagnarkennda Hollywood framleiðenda Samuel Goldwin. Raunar var The Secret Life Of Walter Mitty endurgerð á samnefndri mynd sem Samuel Goldwin framleiddi árið 1947.

Móðir Goldwin Jr var leikkonan Frances Howard. Eftir að hafa gengt herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni hóf Goldwin Jr störf sem framleiðandi í leikhúsheimi London. Síðan starfaði hann með hinum þekkta sjónvarpsmanni Edward R Murrow í Bandaríkjunum. Árið 1979 stofnaði hann kvikmyndafyrirtækið Samuel Goldwin Company og síðar fyrirtækið Samuel Goldwin Films.

Ein myndanna sem Goldwin Jr framleiddi, Master and Commander: The Far Side Of The World var tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna árið 2003, þar á meðal sem besta mynd ársins.

ÍSLENSKT LANDSLAG:  The Secret Life Of Walter Mitty, síðasta mynd Goldwin Jr, var að stórum hluta tekin á Íslandi og spilar íslenskt landslag stórt hlutverk í henni.

ÍSLENSKT LANDSLAG: The Secret Life Of Walter Mitty, síðasta mynd Goldwin Jr, var að stórum hluta tekin á Íslandi og spilar íslenskt landslag stórt hlutverk í henni.

Related Posts