Guðbjartur hannesson útför

GUÐBJARTUR HANNESSON: f. 3. júní 1950 – d. 23 október 2015

Guðbjartur Hannesson (65) jarðsunginn frá Akraneskirkju:

Fjöldi fólks lagði leið sína á Akranes til að kveðja Guðbjart Hannesson, fyrrverandi ráðherra, hinstu kveðju.

Sárt saknað Heilindi voru eitt sterkasta persónueinkenni Guðbjarts Hannessonar alþingismanns semlést eftir baráttu við krabbamein, aðeins 65 ára að aldri.

Hann naut mikillar virðingar á meðal alþingismanna, sama hvar í flokki þeir stóðu, og endurspeglaðist það í fjölda þeirra sem voru við útförina. Séra Eðvarð Ingólfsson jarðsöng Guðbjart og þau Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson fluttu tónlistaratriði við athöfnina.

Guðbjartur var Skagamaður í húð og hár og kennari og skólastjóri á Akranesi um árabil. Hann tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í heimabæ sínum og var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna árið 2007. Guðbjartur var ráðherra félags-, trygginga- og heilbrigðismála frá september árið 2010 og síðan velferðarráðherra árin 2011-2013. Guðbjartur lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Ásmunds­dótt­ur yf­iriðjuþjálfa, og dæt­urnar Birnu og Hönna Maríu.

Guðbjartur hannesson útför

VINAMARGUR: Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Kristján Júlíusson og Ólöf Nordal syrgðu Guðbjart sem samflokksmaður þeirra væri en með þeim á myndinni eru Össur Skarphéðinsson og Magnús Orri Schram, samherjar hans úr Samfylkingunni.

 

Guðbjartur hannesson útför

STJÓRNMÁLAMENN: Stjórnmálamenn voru áberandi í útförinni og hér má sjá píratana Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafn Gunnarsson og Róbert Marshall úr Bjartri framtíð.

 

Guðbjartur hannesson útför

LÍKMAÐUR: Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var í hópi líkmanna Guðbjarts og hér fylgjast þær Sigríður Inga og Katrín Júlíusdóttir með honum.

 

Guðbjartur hannesson útför

HINSTA KVEÐJA: Fjölmargir vina Guðbjarts fylgdu honum í kirkjugarðinn á Akranesi í fallegu veðri.

Related Posts