Eyþór Arnalds (51) og Dagmar Una Ólafsdóttir (35) eru í fjarbúð:

Athafna- og tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds og eiginkona hans, Dagmar Una Ólafsdóttir, búa ekki lengur saman. Þau hafa búið á Selfossi síðustu ár og eiga saman tvo drengi. En parið gekk í hjónaband árið 2007. Eyþór býr og starfar í Reykjavík en Dagmar Una býr enn á Selfossi.

 Jójó Dagmar Una rekur verslunina Fjallkonuna á Selfossi sem sérhæfir sig í sölu á vörum beint frá býli og er mjög bundin yfir rekstrinum. Eyþór sem hefur starfað fyrir fyrirtækið Strokkur Energy sinnir verkefnum fyrir það ásamt ýmsu öðru en hann er þekktur fyrir að hafa ávallt mörg járn í eldinum. Lengi vel var hann potturinn og pannan í bæjarstjórn Árborgar en hann hefur sagt skilið við stjórnmálin að sinni. Sú saga flaug á milli manna að þau hjón væru lögskilin en staðreyndin er sú að þau eru skráð í fjarbúð. Eyþór býr og starfar í Reykjavík og Dagmar er áfram búsett í húsi þeirra hjóna á Selfossi.

14361201_10154261846264584_589273702952605485_o

EINU SINNI VAR: Hjónin Eyþór Arnalds og Dagmar Una Ólafsdóttir hafa tekið ákvörðun um að reka tvö heimili og eru skráð í fjarbúð. Eyþór býr í Reykjavík og hún á Selfossi.

Related Posts