Soffía Karlsdóttir (46) er veik fyrir Cohen:

Soffía Karlsdóttir stimplaði sig rækilega inn sem söngkona með þátttöku sinni í The Voice Ísland. Soffía hefur sungið og leikið frá táningsaldri og er að auki margt til lista lagt. Fyrir nokkrum árum stofnaði Soffía ásamt öðrum hljómsveit sem lék og söng lög Leonards Cohen. Hljómsveitina kölluðu þau The Saints of Boogie Street. Cohen er Soffíu mjög kær og því ætlar hún að koma aftur fram ásamt hljómsveit sinni og minnast fallins meistara.

SUNGIÐ FYRIR COHEN: Soffía og hljómsveit hennar, Saints of Boogie Street, munu minnast Cohen á tónleikum í Salnum, Kópavogi, í vor.

SUNGIÐ FYRIR COHEN: Soffía og hljómsveit hennar, Saints of Boogie Street, munu minnast Cohen á tónleikum í Salnum, Kópavogi, í vor.

Hallelujha „Hann hefur fylgt mér alla tíð, mamma hlustaði mikið á hann og ég er í raun og veru alin upp við að hlusta á Cohen og Joni Mitchell en hún og ég eigum afmæli sama dag. Mér finnst ég þekkja þau svo vel, við erum alveg geggjað „threesome“,“ segir Soffía sem tók dauða meistarans mjög nærri sér.

„Hann lést á afmælisdaginn okkar Joni, 7. nóvember, og ég tók það mjög nærri mér, viðurkenni það fúslega. Og mér fannst ekki koma annað til greina en að heiðra minningu hans og syngja sálumessu Cohens. Við verðum með tónleika í Salnum í mars. Mér finnst hann eiga þetta inni hjá mér. Ég gleymi því aldrei þegar hann var með tónleikana hér 1988. Ég var langyngst á svæðinu og var bara í leiðslu allan tímann. Mér fannst ég þekkja hann svo vel, var alveg viss um að ég gæti bara farið til hans í kaffi,“ segir Soffía sem hugsar með hlýju til meistarans.

MISSTI MEISTARANN Á AFMÆLISDAGINN: „Hann lést á afmælisdaginn okkar Joni Mitchell. Þau eru bæði í miklu uppáhaldi hjá mér og mér fannst ég skulda honum sálumessu og að heiðra minningu hans.“

MISSTI MEISTARANN Á AFMÆLISDAGINN: „Hann lést á afmælisdaginn okkar Joni Mitchell. Þau eru bæði í miklu uppáhaldi hjá mér og mér fannst ég skulda honum sálumessu og að heiðra minningu hans.“

SELDIST UPP: Diskur hljómsveitarinnar með ábreiðum Cohens seldist upp og er ófáanlegur í dag nema á tonlist.is. „Við urðum alveg steinhissa á þessum viðtökum og auðvitað mjög ánægð.“

SELDIST UPP: Diskur hljómsveitarinnar með ábreiðum Cohens seldist upp og er ófáanlegur í dag nema á tonlist.is. „Við urðum alveg steinhissa á þessum viðtökum og auðvitað mjög ánægð.“

MITT JÓGA: „Að hlusta á Cohen er mitt jóga,“ segir Soffía sem er alin upp við að hlusta á hann og Joni Mitchell.

MITT JÓGA: „Að hlusta á Cohen er mitt jóga,“ segir Soffía sem er alin upp við að hlusta á hann og Joni Mitchell.

LÍFLEG OG FJÖRUG: Soffía Karlsdóttir er mikill sprelligosi og er þekkt fyrir kraftmikla og skemmtilega framkomu.

LÍFLEG OG FJÖRUG: Soffía Karlsdóttir er mikill sprelligosi og er þekkt fyrir kraftmikla og skemmtilega framkomu.

Séð og Heyrt hlustar á Cohen.

Related Posts