Arthur Björgvin Bollason (64) tróð upp á sérstæðri bókakynningu:

Gömul kynni Heimspekingurinn Arthur Björgvin Bollason setti sig í stellingar sögumannsins þegar hann og Helgi Sæmundsson kynntu bók sem sá síðarnefndi hefur tekið saman um lífsförunaut sinn, Sotirios Michou.

Helgi hefur alið allan sinn aldur í Stuttgart í Þýskalandi og er nú kominn yfir áttrætt. Hann starfaði sem verkfræðingur og bjó í um hálfa öld með lífsförunaut sínum, Sotirios Michou, grískum myndlistarmanni og listfræðiprófessor, en sá starfaði lengst af við listaháskólann í Stuttgart.

Arthur Björgvin

GLAÐBEITTIR: Helgi og Arthur voru fjallbrattir og hressir þegar þeir kynntu bókina um lífshlaup Sotiriosar.

Sotirios lést fyrir nokkrum árum og eftir að hann féll frá lagði Helgi metnað sinn í að búa til veglega bók um ævi hans og list. Bókin sem er mikil að vöxtum kom út á þýsku um síðustu áramót. Bókin hefur verið þýdd á grísku og kynnt í heimalandi Sotiriosar, sem og í Þýskalandi, og nú er Helgi hingað kominn með bókina til að kynna hana fyrir löndum sínum.

„Auðvitað er það svolítið skondið, því varla er hægt að gera ráð fyrir því að Íslendingar séu upp til hópa læsir á þýsku,“ segir Arthur sem sagði frá kynnum sínum af þeim félögum í „gamla daga“ á bókarkynningunni.

„En bókin er eftir Íslending og listamaðurinn sjálfur kom líka margsinnis með lífsförunaut sínum hingað til lands, eins og sjá má af ljósmyndum í bókinni,“ segir Arthur sem fór á sínum alkunnu kostum við þetta hjartnæma tækifæri.
GLAÐBEITTIR:
Helgi og Arthur voru fjallbrattir og hressir þegar þeir kynntu bókina um lífshlaup Sotiriosar.

Related Posts