Tíska áttunda áratugar síðustu aldar fékk heldur betur uppreisn æru á tískusýningarpöllunum sem sýndu vortískuna í ár. Tíunda áratugar tísku hefur einnig verið gert hátt undir höfði síðustu misseri en hvort sem það er rúskinnið, kögrið, flannelskyrtan eða skotapilsið þá höfum við séð það áður.

ð

Þessi mynd eftir Steven Meisel af þeim Kristen McMenamy og Naomi Campbell birtist í Vogue árið 1992 en gæti alveg eins verið ný. „Grunge-tíska“ tíunda áratugarins hefur verið einstaklega vinsæl síðustu árin og virðist ekkert lát þar á. Rokkarabolur, dökkur varalitur, flannelskyrta, skotapils og Dr. Martens-skór eru jafnsýnilegir í dag og fyrir rúmum tuttugu árum síðan.

ð

Mínimalískur næntísstíll Calvin Klein er enn málið. Hér sjást ofurfyrirsæturnar Shalom, Meghan, Amber, Trish og Kristen myndaðar af Steven Meisel.

ð

Svokallaðir slip-kjólar sem voru í tísku á tíunda áratug síðustu aldar eru aftur orðnir töff. Hér sést Amber Valetta í auglýsingu fyrir tískuhúsið Jil Sander.

ð

Hér sést fegurðarbomban Raquel Welch sýna nýjustu tísku árið 1970 en kögur verður einstaklega vinsælt aftur í vor.

k

Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer í rúskinnspilsi sem er aftur komið í tísku en slík pils voru bæði vinsæl á tíunda áratugnum og þeim áttunda.

ð

Eiturgrænn safarístíll er trendí í vor eins og hann var á áttunda áratugnum.

p

Hermannastíllinn skýtur reglulega upp kollinum. Hann var vinsæll á áttunda áratugnum, þeim tíunda og einnig fyrir vorið 2015. Hér sést Amber Valletta í tískuþætti fyrir tímaritið The Face en myndina tók Davið Sims fyrir desemberútgáfu blaðsins árið 1995.

e

Svokallaður „Astró-varablýantur“ (dökkbrúnn á litinn) sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar og varaliturinn var oft töluvert ljósari en blýanturinn. Sú förðunartíska hefur aldrei litið jafnvel út og á ofurfyrirsætum þess tíma en talskona þessa stíls í dag er engin önnur en Kylie nokkur Jenner sem fer frjálslega yfir varalínuna með blýantinum.

e

Kendall Jenner hefur endurvakið trendið að sýna nærurnar, þá sérstaklega ef þær heita Calvin Klein. Hér er það Kate Moss.

ð

Kögur fyrir allan peninginn árið 1970.

ð

Saint Laurent Rive Gauche í tímaritinu L’officiel árið 1977.

ð

Carré Otis situr fyrir í Vogue Paris árið 1992 í svokölluðum slip-kjól sem er svo orðinn vinsæll aftur.

VI-lauren-hutton-jumpsuit-1

Lauren Hutton í samfestingi, eins og hefur verið vinsæll síðustu misseri, á áttunda áratug síðustu aldar.

ð

Hin ofursjarmerandi Lauren Hutton í víðum buxum en samskonar stíll sást víða á tískusýningarpöllum sem sýndu vortískuna í ár. Myndin er efti Francesco Scavullo og var tekin árið 1975.

d

Gia Garangi í svokallaðri „Power-suit-dragt“ frá Armani en álíka flíkur má til dæmis finna í verslun GK í Bankastræti.

TEXTI: HELGA KRISTJÁNS FYRIR VIKUNA

Related Posts