Sirrý Arnardóttir (51) fagnar leikhúshaustinu:

Leikhúsárið er hafið af jafnmiklum krafti og góð haustlægð. Bæði stóru leikhúsin og sjálfstæðir leikhópar frumsýna þessa daganna íslensk leikverk. Sending er eitt þeirra verka en það er nýtt leikverk eftir Bjarna Jónsson í leikstjórn Mörtu Nordal. Sirrý Arnardóttir og eiginmaður voru meðal frumsýningargesta og höfðu gaman af.

Góð sending ,,Eitt það góða við haustið er að leikhúslífið fer aftur af stað og virkilega ánægjulegt að sjá nýtt íslenskt leikverk. Leikritið snerti mig og sýnir hvernig samfélagið fór með vistheimilisbörn og áhrifin sem vistin hefur á samskipti þrúgaðs fólk. Mér finnst leikritið eiga mikið erindi og sagan sterk og kemur okkur við. Marta Nordal leikstýrði af snilld og Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona var meiri háttar. Þorsteinn Bachmann lék sjómanninn og allir aðrir stóðu sig vel. Meira svona innihaldsríkt í vetur, takk,” segir Sirrý Arnardóttir sem verður án efa dugleg að mæta í  leikhúsin í vetur.

14445084_10154261845914584_3274612425355879115_o

ALLTAF GEISLANDI: Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir og eiginmaður hennar, Kristján Franklín Magnús leikari, voru alsæl með sýninguna. Þau ætla sér að vera dugleg að mæta í leikhúsið í vetur.

14380082_10154261845559584_1324348871258887281_o

FÍN OG FERSK: Blaðakonan Íris Hauksdóttir og Finnur Flosason maður hennar hlökkuðu tl sýningarinnar.

14409659_10154261845254584_7249094464435394681_o

MIKIL REISN: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lét sig ekki vanta hún bauð vinkonu sinni Sif Stefánsdóttur með í leikhúsið og skemmtu þær sér hið besta.

14380102_10154261845599584_8759602880332971765_o

DANSARINN OG LEIKKONAN: Birna Hafstein, formaður stjórnar íslenskra leikara, og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, dansari og danshöfundur, létu góða sýningu ekki fram hjá sér fara.

14435396_10154261845329584_367182333941769617_o

LEIKHÚSNÖFNUR: Kristín Hauksdóttir, sýningastjóri Þjóðleikhúsis, leit við hjá nöfnu sinni Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhúsins, þær voru fullar eftirvæntingar.

14434986_10154261845919584_5090973661096735966_o

HRAUST: Örn Svavarsson sem rak Heilsuhúsið í fjölmörg ár og oftast kenndur við það og kona hans Kristín Ólafsdóttir voru hress og kát.

14409439_10154261845969584_1286054154586491995_o

NORDALIR: Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og faðir leikstjórans Mörtu Nordal, mætti í fylgd Salvarar Nordal dóttur sinnar og Kristjáns Garðarssonar tengdasonar síns, en hann er eiginmaður Mörtu Nordal. Sonur þeirra Sigurður var spenntur og hlakkaði til sýningarinnar.

14372281_10154261845394584_981299941389368691_o

SÉRAN OG FRÚIN: Séra Pálmi Matthíasson og eiginkona hans, Unnur Ólafsdóttir, eru alltaf jafnhugguleg.

14379996_10154261845594584_5110299282648247848_o

ALLTAF SMART: Hilmar Oddsson og kona hans, Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, ætla að taka leikhúsin með trompi í vetur.

Séð og Heyrt fílar að fara í leikhús.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts