Ljótir skór eiga nú upp á pallborðið á tískupöllunum á sýningum helstu tískurisanna og sá síðasti til að sýna skó í því trendi er Christopher Kane en hann „pimpaði“ Crocs-skóna, sem mörgum finnst alveg afspyrnuljótir, upp fyrir sýningu sína á vortískunni 2017 á tískuvikunni í London nýlega.

Oj bara Það viðurkenna örugglega allir (í hljóði) að Crocs eru með þægilegustu skóm sem til eru en maður fer ekki í þeim út fyrir hússins dyr nema rétt til að hlaupa út með ruslið (mjög hratt!). Í útgáfu Kane er búið að gefa skónum glamúrútlit og skreyta þá með steinum, skórnir teljast þó líklega enn þá ljótir en bara á fallegri hátt. Fegurð ljótra skóa felst helst í því að það að klæðast þeim felur í sér ákveðna afstöðu: „Mér er „fokk“ sama í hverju ég er.“

Skór Kane eru þó alls ekki fyrstu ljótu skórnir sem rölt hafa um tískupallanna en hér má líta nokkra slíka.

Ljótir skór

DIOR HAUTE COUTURE, VOR 2014: Dior sér til þess að vorið er komið með blóm í haga, á skónum þínum.

Ljótir skór

MARC JACOBS, VOR 2015: Sama hugmynd og þægilegu sandalar Dr. Scholls nema hér er flauelsútgáfa. Þessir virðast sækja hugmyndina til hippatímans líka.

Ljótir skór

CHARLOTTE RONSON, VOR 2015: Hér er allt eins einfalt og hægt er en engu að síður forljótt.

Ljótir skór

ALEXANDER WANG, VOR 2017: Leðursandalar með plastökklabandi, þarf að segja meira?

ÿØÿà

CELINE, VOR 2013: Ljótu skórnir sem störtuðu trendinu. Hönnuðurinn Phoebe Philo sýndi þessa sandala sem sækja stílinn til Birkenstock-sandalanna. Fóðraðir og örugglega mjúkir og þægilegir en ekki svo fallegir.

Ljótir skór

J. CREW, VOR 2016: Dr. Scholls ákvað að vera með í „ljótir skór-trendinu“ og fór í samstarf við J. Crew og útkoman var þessir hvítu sandalar sem virðast bara ansi þægilegir.

Ljótir skór

PREEN, VOR 2017: Hönnuðurinn Thornton Bregazzi tók ljótu skóna alla leið í samstarfi við UGG og smellti í fjórar týpur af sandölum, bæði há- og lágbotna, svarta og hvíta og kórónaði lúkkið með slaufu.

Ljótir skór

CHRISTOPHER KANE, VOR 2017: Crocs komnir í marmaralúkk og skreyttir með steinum.

Ljótir skór

PRADA, VOR 2014: Prada ákvað að vera ekki eftirbátur annarra hönnuða og kom með sína sandalaútgáfu. Steinarnir eru stórir og flottir en skórnir eru það ekki.

Ljótir skór

MARC JACOBS, VOR 2014: Jacobs setti sandala í goth-stíl með gúmmísóla og kjól í stíl.

ÿØÿà

MARKUS LUPFER, VOR 2015: Hvað er hægt að segja? Áttu ekki allir svona einu sinni, nostalgían allavega kitlaði okkur verulega. Lupfer setti þá í hælaútgáfu með steinum.

Séð og Heyrt elskar skó.

Related Posts