Óttarr Proppé  (47) er með asnalega sjónskekkju:

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, lítur framtíðina björtum augum. Hann er ekki bara flottur í tauinu heldur er hann líka með frumlegan gleraugnasmekk.

 

gleraugu, safn, söfnun, Óttar Proppé, Aldís Pálsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Ásta Garðarsdóttir, séð & heyrt, SH1601139516

NEOSTILE Ég fann þessa umgjörð frá Neostyle í skranbúð í Ameríku. Ég á ennþá eftir að ákveða hvort ég splæsi í glerjum í þessi. Best væri að fá í þau speglagler en það kostar sennilega hvítuna úr augunum.

Töff gleraugu „Ég er með asnalega sjónskekkju og mismunandi fjarsýni á hvoru auga um sig,“ segir Óttar sem vekur hvarvetna athygli fyrir að vera með óvenjuleg gleraugu.

„Það var aðallega vegna sjónskekkjunnar sem ég fékk fyrst gleraugu 13 ára gamall. Mér fannst það erfitt fyrst en hægt og rólega urðu gleraugun að mikilvægum hluta af andlitinu. Núna get ég varla farið í sturtu án þess að vera með gleraugu því þá líður mér eins og ég sé nakinn úti á torgi. Ég er því alltaf með gleraugu nema yfir hánóttina.“

gleraugu, safn, söfnun, Óttar Proppé, Aldís Pálsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Ásta Garðarsdóttir, séð & heyrt, SH1601139516

 SÉR AFTUR FYRIR SIG: „Þessi gleraugu eru í eigu prófessorsins á Diskóeyjunni. Glerin eru svo breið að ég sé aftur fyrir mig með þeim.“

Gleraugnasmekkur Óttarrs er mjög óhefðbundin en hvar nær hann í þessi skrýtnu gleraugu.

„Þetta byrjaði þannig að ég erfði gömul gleraugu frá pabba mínum og fleirum, sem ég fór að stússast með í kringum leiklist og nota á sviði. Síðan fór ég að leita uppi búðir sem seldu gamla lagera og ég er sérstaklega hrifinn af seventís gleraugum, hönnuðum á áttunda áratugnum. Það er farið að verða algengara að menn séu að leita uppi gamla hönnun og kaupa upp gamla lagera og jafnvel endurframleiða eftir gamalli hönnun. Ég er búinn að kortleggja helstu gömlu gleraugnaverslanirnar í þeim erlendu stórborgum sem ég hef komið til. Þegar ég kem aftur til þessara borga fer ég í þessar búðir og ætla aldrei að kaupa neitt heldur bara að skoða en svo endar maður stundum með að kaupa eina og eina umgjörð.“

Citroen, Zeiss og Cazal

Dóra í gleraugnaverslunninni Sjónlínunni í Hafnarfirði deilir áhuga Óttarrs á gömlum umgjörðum og hefur reynst honum vel. „Dóra er samverkamaður minn á stundum þegar mig vantar gler en sumar umgjarðirnar eru það stórar að það eru vart fáanleg gler í þær lengur. Með þolinmæði og ódrepandi áhuga hefur henni tekist að hjálpa mér þegar ég hef ekki séð fram úr vandanum.“

Áttu marga  eftirlætisgleraugnahönnuði?

gleraugu, safn, söfnun, Óttar Proppé, Aldís Pálsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Ásta Garðarsdóttir, séð & heyrt, SH1601139516

DULARFULLUR ELLISMELLUR: Þessi gleraugu eru frá Shilhouette og framleidd um 1975. Þau minna mig alltaf á dularfulla menn úr gömlum njósnamyndum. Ég set þau upp þegar ég þarf að finna ellina í sjálfum mér.

„Ég þekki frekar merki en hönnuði. Zeiss var magnaður hönnuður sem gerði línu um miðjan áttunda áratuginn sem var innblásin af sögu Citroen-bíla en hann var víst eitt mesta stórmennið í bransanum. Ég hef eignast tvær umgjarðir úr þessari línu. Svo er ég mjög hrifinn af austurrísku fyrirtæki sem heitir Cazal en það varð þekkt á áttunda áratugnum fyrir mjög „outrageous“ sólgleraugu sem líta næstum því út eins og skúlptúrar. Cazal-gleraugun eru enn framleidd í lítilli verksmiðju þar sem umgjarðirnar eru skrúfaðar saman í höndunum. Merkið er núna á uppleið og Cazal er eitt af þessum fyrirtækjum sem farið er að framleiða aftur eftir gamalli hönnun.“

Óttarr er ekki klár á hvað hann á mörg gleraugu?

„Ég á eitthvað af gömlum umgjörðum sem ég hef ekki gert neitt í, því þetta verður erfiðara þegar maður kemst á þann aldur að þurfa að skipta um gler þegar sjónin breytist,“ segir hann. „Ætli ég eigi ekki sex umgjarðir sem ég er með í notkun og skipti um eftir því hvernig mér líður. Síðan á ég svona 10-20 gleraugu í viðbót en sum hver hef ég ekki snert í áratugi.“

Tímir ekki að hætta

Líðanin stjórnar ekki eingöngu hvaða gleraugu Óttarr setur á nefið hverju sinni.

gleraugu, safn, söfnun, Óttar Proppé, Aldís Pálsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Ásta Garðarsdóttir, séð & heyrt, SH1601139516

ULTRA FRÁ ÍTALÍU „Þessar umgjarðir eru framleiddar af Ultra í Ítalíu úr svokallaðri Caviar collection. Ég fann þessar umgjarðir í NY og hélt að ég myndi ekki nota þessi gleraugu nema við sérstök tækifæri. Síðan varð ég svo ánægður með þau að ég nota þær við flest tækifæri. Held að það sé vegna þess að þær eru svo stórar að þær breyta andlitslaginu sem mér finnst mjög hressandi.“

„Fyrir mér eru gleraugu tískuvarningur og valið fer bæði eftir skapi og veðri. Gleraugu sem eru mjög dökk eru eiginlega ónýt stóran hluta ársins og það getur líka verið erfitt að bera þannig gleraugu inni.“

Nú hafa gleraugnaumgjarðir þróast talsvert þannig að margir vilja vera með sem léttust gleraugu sem ekki fer mikið fyrir en þín lína fer í gagnstæða átt.

„Mér finnst tískan farin að verða breiðari og meira um að menn leiti í stærri eða skrýtnari umgjarðir,“ segir Óttarr. „Það hafa orðið tækniframfarir sem gera það að verkum að það er auðveldara að vera með þessi gleraugu. Það er ekki lengur gler í stóru gleraugnaumgjörðunum heldur plastlinsur sem eru léttari. Ég gerði það einhvern tíma að gamni mínu að setja gömul gler í fyrstu gleraugun hans pabba sem hann fékk upp úr 1970 en þau eru svo þung að ég þurfti að halla hausnum aftur til að þau dyttu ekki fram af nefinu á mér. Svo venst maður þessu líka hægt og rólega. Fyrstu dagana eftir að maður setur upp þung gleraugu líður manni eins og maður sé með nefklemmu en svo hættir maður að taka eftir því.“

Ekki laser

Óttarr er ákveðinn í að fara hvorki í laser-aðgerð eða fá sér linsur.

gleraugu, safn, söfnun, Óttar Proppé, Aldís Pálsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Ásta Garðarsdóttir, séð & heyrt, SH1601139516

SPARIGLERAUGU: „Ég fann þessi gleraugu frá Neostyle (u.þ.b. 1978) í Berlín og þá voru svona fjólublá gler í þeim. Dóra hjá Sjónlínunni í Hafnarfirði fékk gler í sama lit í mínum styrkleika eftir marga fundi með linsuframleiðanda í München. Þetta eru sparigleraugu!“

„Ég gerði einhvern tíma tilraunir til að setja í mig linsur en gat aldrei vanið mig við þær og var alltaf að fálma í andlitið á mér til að leita að umgjörðinni. Gleraugun eru orðin svo mikilvægur hluti af andlitinu á mér að ég náði því aldrei að finnast eðlilegt að vera gleraugnalaus. Vinir mínir hafa margir hverjir farið í laser-aðgerðir til að láta laga í sér sjónina en ég myndi aldrei tíma að fara í svoleiðis því ég gæti þá ekki gengið með gleraugu lengur.

„Aðalatriðið við gleraugun er auðvitað notkunargildið og að geta séð út úr augum,“ segir hann. „Þetta er svolítil fjárfesting sem maður afsakar með því að segja að maður spari í einhverju öðru.

Ég á alltaf fleiri gleraugu en skó. Ég leita vel að umgjörðum og læt sjaldan eftir mér að kaupa mjög dýrar. Það er líka ágætt að þær kosti eitthvað því annars ætti ég örugglega 300 umgjarðir.“

gleraugu, safn, söfnun, Óttar Proppé, Aldís Pálsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Ásta Garðarsdóttir, séð & heyrt, SH1601139516

ÓTRÚLEGT SAFN: Óttarr á ótrúlegt safn gleraugna sem vekja athygli hvert sem hann fer.

Fylgist með tískunni í Séð og Heyrt!

 

Related Posts