Krútt Dannielynn (8) er ung stúlka sem komst heldur betur í fréttirnar eftir að móðir hennar Anna Nicole Smith lést frá henni þegar hún var einungis fimm mánaða.  Stúlkan varð skyndilega munaðarlaus að því virtist því ekki var vitað með vissu hver faðir hennar væri. Nokkrir karlmenn stigu fram og sögðust vera faðir stúlkunnar, lögmaður móðurinnar Howard.K Stern og ljósmyndarinn Larry Birkhead voru helst nefndir sem mögulegir barnsfeður en ýmisr aðrir voru nefndir til sögunnar. Eftir málaferli og mikinn fjölmiðlasirkus og barnsfaðernispróf var niðurstaðan sú að ljósmyndarinn Larry Birkhead var dæmt faðernið og hefur hann alið stúlkuna upp síðan. Hún þykir sláandi lík honum og móðurinni. Larry er staðráðin í því að veita stúlkunni öruggt og gott uppeldi en móðir hennar lést af of stórum eiturlyfjaskammti og eldri bróðir stúlkunnar einnig stuttu fyrir andlát móður þeirra.

 

488024243-1430749724

GLÖÐ: Dannielynn er kát og hress með skemmtilegan hatt.

Dannielynn var á dögunum á með föður sínum á kappreiðum í Kentucky þar sem þau virtust ánægð með lífið.

50792209-1430749956

PARTÝPÍA: Anna Nicole Smith var þekkt fyrir villtan lífsstíl en það dró hana að lokum til dauða langt fyrir aldur fram.

Related Posts