Tómas Guðbjartsson (50) hjartaskurðlæknir fór á opnunarmynd RIFF:

Það er ekki fyrir hjartveika að horfa á opnunarmynd kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Tómas er vanur að höndla sláandi hjörtu en hefur aldrei séð jafnrosalegt hjarta og í Tale of Tales.

Í hjartastað „Mér finnst frábært að fara á góðar bíómyndir og vildi gjarnan vera duglegri við það,“ segir Tómas sem valinn var Íslendingur ársins árið 2014 vegna stórkostlegs afreks sem hann vann sem hjartaskurðlæknir.

„Opnunarmyndin kom mér skemmtilega á óvart og það var mjög gaman að henni. Hún heitir Tale of Tales og er eftir Ítalann Matteo Garrone. Þetta er ævintýra- og skrímslamynd. Það var tekið hjarta úr skrímsli í myndinni og er þetta stærsta hjarta sem ég hef séð.“

Riff 2015

GÓÐIR SAMAN: Tómas og Gunnar Hansson leikari á opnunarhátíð RIFF.

Lesið viðtalið allt í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts