Bubbi Morthens (59) á nýjum slóðum:

Bubbi Morthens er fyrir löngu búinn að festa sig í sessi sem einn dáðasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Textar hans og lög eru orðin órjúfanlegur hluti af menningu okkar. Söngtextar þessa fyrrum pönkara eru nú kenndir í grunnskólum, hann hefur fyrir löngu sannað orðsnilli sína og því fagnaðarefni að út er komin hans fyrsta ljóðabók sem heitir Öskraðu gat á myrkrið.

„Ég get lofað fólki að þessi lesning er algjör rússíbanareið, þetta er brútal bók. Bókin á erindi og hefur fengið ótrúlegar viðtökur, sérstaklega hafa unglingar sýnt henni mikinn áhuga. Ég hef nú ekki verið beðin um að lesa upp í skólum en myndi ekki segja nei yrði þess óskað. Unglingar og ljóðaáhugi þeirra er óplægður akur, ég hlakka til að kanna hann enn frekar. Ljóðagerð og textasmíði er af sömu moldinni, en önnur uppskera,“ segir hinn eini og sanni Bubbi Morthens.

Related Posts