Leikarinn Atli Þór Albertsson er einn af hressustu mönnum landsins. Hann hefur leikið í fjölda verka og er einnig vinsæl rödd fyrir auglýsingar. Hann svarar spurningum vikunnar.

SH1610273350-1

MÉR FINNST GAMAN Á … hljómsveitaræfingum með The Baldwins og Fransbræðrum. Comeback er handan við hornið.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Verður tekin með 12 góðum vinum!

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Reyktur? Annars brenndur.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Allt nema remó.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Í Modus hárstofu, Smáralind – þeir rukka hóflega.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Huga að mat og/eða börnum.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Húslyklana.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Bjór.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Ég hætti að hlusta á útvarp þegar Jói G. hætti á Rás 2. Hann var toppurinn.

HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Ekki ég –  þar til ég keypti aukasjónvarp. Búja!

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Vandræðalegur en spennandi.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? „Svona gerir maður ekki“

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Rafmagnsbíll með a.m.k. 500 km drægni.
FYRSTA STARFIÐ? Poppkornssali – fimm til sex ára.

FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER … Kristskirkja.

LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Ég vil hafa spítalann þar sem læknarnir telja hann best staðsettan.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Vestmannaeyjar.

HVAÐA RÉTT ERTU BESTUR Í AÐ ELDA? Ég grilla allt og geri það vel. Mjög vel.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? 100% sannfæringarkraft.

GIST Í FANGAKLEFA? Einu sinni í tilraunaskyni.

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Ég get alltaf fengið mömmu mína til að hlæja.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Rúmi – eða var það ekki spurningin?

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Þegar ég seldi konfekt í jólaboði, fjögurra ára gamall.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Heyrðu, ætli það hafi ekki verið kvikmyndin Me before you, hún hreyfði við mér.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Mér er illa við papriku. En fóbíur engar.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Vá, það er ekkert verið að skafa utan af því …

FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Það er til myndband á YouTube af mér þar sem ég borða skrítna hluti í Kína. Býflugupúpur, silkiorma, sporðdreka og slíkt hnossgæti …

NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Þegar ég gerði mig líklegan til að kyssa konuna mína í brúðkaupsveislu en svo var þetta bara ekkert hún …

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Mig langar að segja snemma en það væri ekki satt.

ICELANDAIR EÐA WOW? Bæði betra.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Á maður nokkurn tímann eitthvað á Íslandi?

HVAÐA BÓK ER Á NÁTTBORÐINU? Áritað eintak af Netinu eftir Lilju Sigurðardóttur.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Bæði.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Ég man það ekki.

Séð og Heyrt spyr og spyr.

 

Related Posts