Rottuplága herjar nú á skrifstofum tímaritanna Vanity Fair og Vogue í One World Trade Center byggingunni í New York. Plága þessi fer versnandi og nú er svo komið að starfsliðinu hefur verið bannað að borða við skrifborð sín. Kvörtun til heilbrigðisyfirvalda er á leiðinni.

Í frétt Daily News um málið segir að ástandið sé orðið það slæmt að Anna Wintour aðalritstjóri Vouge vilji ekki lengur koma á skrifstofuna. Einn af heimildarmönnum blaðsins segir að rottur hafi nagað sig í gegnum loftið á skrifstofu íþróttafréttastjorans, skriðið um allt skrifborð hans og skilið eftir rottuskít á lyklaborðinu. Rotturnar hafi síðan komist út af skrifstofunni með því að naga sig í gegnum teppið undir hurð skrifstofunnar.

Hvorki talsmenn Condi Nast, sem gefur út fyrrgreind tímarit, né talsmenn félagsins sem rekur One World Trade Center hafa viljað tjá sig um málið.

Related Posts