Margrét Gísladóttir (27) og Teitur Björn Einarsson (35) eru par:

Pólitísk ástarsaga Margrét Gísladóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, og Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, eru nýtt kærustupar.

Margrét hætti sem aðstoðarmaður ráðherra í febrúar en ætla má að ástarörvarnar hafi flogið á milli hennar og Teits í Stjórnarráðinu og á milli ráðuneyta. Teitur Björn er sonur Einars heitins Odds Kristjánssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Teitur er því mágur Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra sem er kvæntur Brynhildi Einarsdóttur, systur hans. Teitur og Margrét eyddu páskunum á Sólbakka á heimaslóðum Teits á Flateyri.

Lesið ástarsöguna alla og sjáið myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts