Máni Pétursson (39) sá kanadíska poppgoðið:

Segir ekki nei Útvarpsmaðurinn og rokkhundurinn Þorkell Máni Pétursson, betur þekktur sem Máni Pétursson, skellti sér á tónleika kanadíska poppgoðsins Justin Bieber.

Það gæti eflaust komið mörgum spánskt fyrir sjónir þar sem Máni er annálaður rokkhundur og starfar meðal annars á útvarpsstöðinni X977 sem er þekkt fyrir flest annað en að spila tónlist Justin Bieber.

Þetta á sér þó allt eðlilegar útskýringar þar sem sonur Mána er forfallinn aðdáandi Justin Bieber og eins og Máni greinir sjálfur frá þá veit sonur hans nánast allt sem hægt er að vita um Bieber og kann öll lögin hans utan að.

Máni hefði eflaust aldrei ákveðið sjálfur að fara á tónleikana en þegar ungur sonur manns biður um eitthvað þessu líkt er erfitt að segja nei.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts