Óttar M. Norðfjörð (35) vinnur afrek:

Óttar M. Norðfjörð rithöfundur, sem búsettur er á Spáni, er hér á landi í fríi og vann afrek sem er til efturbreytni í amstri hverdagsins og lýsir því þannig:

Ég legg fyrir utan Símann. Við hlið mér leggur svört drossía í bílastæði fatlaðra. Ég njósna um ökumanninn. Kona á miðjum aldri. Hún vippar upp hurðinni og hraðar sér út. Hún virðist ekki vera fötluð, en maður getur náttúrulega aldrei verið viss.

Ég: Fyrirgefðu, en þú veist að þetta er bílastæði fyrir fatlaða?
Kona: Ha?
Ég (stressaður): Ég held að þú hafir verið að leggja í bílastæði fatlaðra.
Kona: Bílastæði fatlaðra? Æ, ég verð hvort sem er svo fljót.

Konan strunsaði áfram en ég bjó mig undir að taka upp símann og taka mynd af dónaskapnum, eins og maður gerir í nútímanum. Konan sneri þá við, steig aftur upp í bílinn og keyrði burt.

Já, mér líður eins og ofurhetju.

 

Related Posts