Leikkonan Rakel Björk Björnsdóttir (20) er ung og upprennandi:

Rakel Björk Björnsdóttir sló í gegn með frammistöðu sinni í kvikmyndinni Þröstum. Þessi unga söng- og leikkona er á leikarabraut í Listaháskóla Íslands en leiklistin á hug hennar allan. Hún er þó einnig frambærileg söngkona og ætlar að láta drauma sína rætast. Rakel er á leið utan til að vera viðstödd kvikmyndahátíð vegna Þrasta en hún og móðir hennar ákváðu að fara saman og skella í eina mæðgnaferð í leiðinni.

Leikkona „Þetta er kvikmyndahátíð í Frankfurt sem heitir Lucas International Film Festival og er fyrir unga kvikmyndagerðarmenn og -áhugamenn. Ég lék í Þröstum og er að fara út sem fulltrúi þeirra. Áhorfendahópurinn er mest ungt fólk, börn og unglingar,“ segir Rakel full tilhlökkunar en þetta er ekki eina kvikmyndahátíðin sem hún hefur farið á.

„Ég fór á Toronto International Film Festival í fyrra þegar Þrestir voru frumsýndir og einnig San Sebastian þar sem myndin vann aðalverðlaunin.“

34. tbl. 2016, leikkona, Rakel Björk, SH1609141578

EFNILEG: Rakel Björk er gríðarlega efnileg leikkona og það verðu án efa gaman að fylgjast með því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Byrjaði ung

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Rakel þónokkra reynslu þegar kemur að leiklist. Hún byrjaði ung að syngja og leika og hefur haldið áfram á þeirri braut.

„Ég byrjaði að leika þegar ég var níu ára. Þá byrjaði ég í Sönglist í Borgarleikhúsinu og lék þar með Borgarbörnum í nokkur ár. Síðan hef ég tekið þátt í skólaleikritum í grunnskóla og var einnig í Herranótt í MR. Ég hef líka aðeins tekið þátt í auglýsingamyndböndum og tónlistarmyndböndum en frumraunin í kvikmyndum var í myndinni Falskur fugl,“ segir Rakel og rifjar upp hvernig það kom til að hún fékk hlutverkið í Þröstum.

„Það var haft samband við mig og ég fór í prufur til Rúnars leikstjóra. Þetta var skemmtileg og frekar stutt prufa. Þegar ég kom út þá sagði Rúnar að honum litist vel á mig en ég væri mögulega of gömul. Síðan hafði hann samband við mig nokkrum mánuðum síðar og tilkynnti mér að ég væri komin með hlutverkið. Það tók mig smátíma að átta mig á því hver væri að hringja því ég var búin að steingleyma því að ég hafði farið í prufu og hugsaði bara: Hvaða Rúnar?“ segir Rakel og hlær.

34. tbl. 2016, leikkona, Rakel Björk, SH1609141578

LEIKKONA: Rakel hefur unun af því að leika, hvort sem það er á sviði eða í kvikmyndum.

Adrenalín á sviði

Rakel stundar nám við Listaháskóla Íslands og er þar á fyrsta ári. Hún segist enn vera að átta sig á því hvort kvikmyndir eða leikhús eigi betur við hana en vonast þó til að gera hvort tveggja.

„Þetta er svo ólíkt, að vera á sviði eða leika í kvikmynd. Leiktæknin er mjög ólík og þetta er öðruvísi upplifun. Á sviði ertu að upplifa þetta í núinu og adrenalínið streymir inn en í kvikmyndum þarftu að bíða miklu lengur eftir því að sjá afraksturinn en sú frammistaða lifir að sjálfsögðu mun lengur. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég muni leggja fyrir mig en ég held að það sé langskemmtilegast að gera hvort tveggja,“ segir Rakel.

„Ég held að á næstu þremur árum muni ég komast betur að því hvernig leikkona og listamaður ég er. Það er einmitt það sem ég er að rannsaka núna í Listaháskólanum. Það sem skiptir mig mestu máli í leiklist er einlægni.“

34. tbl. 2016, leikkona, Rakel Björk, SH1609141578

MARGT TIL LISTA LAGT: Rakel er ekki einungis efnileg leikkona heldur einnig frábær söngkona og gaf nýverið út sitt fyrsta lag.

Söngkonan

Rakel er margt til lista lagt og hún er ekki einungis fær leikkona heldur einnig afbragðssöngkona og gaf nýverið út sitt fyrsta lag, What if.

„Já, ég hef sungið mikið og var að gefa út mitt fyrsta lag. Ég hef alltaf verið að semja lög, alveg frá því að ég var pínulítil, og þetta er í fyrsta skipti sem ég gef út lag og deili því með fólkinu í kringum mig. Lagið heitir What if og þetta fjallar í rauninni um ástarsorg eða eitthvert samband sem hefur ekki gengið upp. Þetta er ekki einhver persónuleg reynsla frá mér samt. Maður hefur átt nokkra kærasta en þetta er tilbúin saga þótt ég noti sumar sögur frá mér til að hafa þetta aðeins nær mér,“ segir Karen sem fékk góða hjálp við lagið.

„Ég gerði tónlistarmyndband með vinum mínum við þetta lag og við erum alveg ótrúlega spennt fyrir því. Kristinn Evertsson sá um undirspilið og upptökuna og þetta heppnaðist allt alveg frábærlega,“ segir Rakel sem dreymir um að geta starfað við það sem hún elskar að gera.

„Ég er kannski ekki með eitthvert eitt skýrt markmið. Ég vonast bara til að geta starfað við söng- og leiklist í framtíðinni og fengið einhverja útrás í því. Draumurinn er að geta starfað við list mína í framtíðinni. Maður veit aldrei hvað gerist en ég vonast til að fá tækifæri til að halda áfram að gera það sem ég elska.“

34. tbl. 2016, leikkona, Rakel Björk, SH1609141578

SKEMMTILEG: Rakel tekur sjálfa sig ekki of alvarlega og lifir lífinu brosandi.

34. tbl. 2016, leikkona, Rakel Björk, SH1609141578

LIÐUG: Í leiklistinni er kostur að vera liðugur og í góðu formi. Það er eitthvað sem Rakel þarf ekki að hafa áhyggjur af.

34. tbl. 2016, leikkona, Rakel Björk, SH1609141578

ÞUMALINN UPP: Rakel er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og hlakkar til að geta unnið við það sem hún elskar.

Séð og Heyrt fer í leikhús.

 

 

 

 

Related Posts