Friðrika Hjördís Geirsdóttir (38) kann sannarlega að njóta lífsins:

Fjölmiðlastjarnan og matgæðingurinn Frikka er mikil líksnautnakona og ferðast um allan heim. Hún var talsvert á milli tannanna á fólki eftir að slitnaði upp úr sambandi hennar og Skúla Mogensen eiganda Wow en nú hefur hún fundið gleðina á ný í ítölsku ölpunum.

Friðrika skellti sér í  sólina og snjóinn í Selva, í vetrarfríi grunnskólanna, ásamt þeim Gunnari Helga og Hinriki Hrafni sonum sínum sem eru níu ára og sjö ára. Litla fjölskyldan skíðar eins og enginn sé morgundagurinn en á meðfylgjandi mynd eru sólargeislarnir hennar Rikku í Seceda í 2500 metra hæð. Gunnar Helgi var mikill fyrirburi og fædddist mörgum vikum fyrir tímann en er sannkallað kraftaverk og bræðurnir eru að ná góðum tökum á skíðaíþróttinni.

rikka2

Í SJÖUNDA HIMNI: Strákarnir hennar Rikku eru himinlifandi með mömmu sinni í ítölsku ölpunum.

Fylgist með fréttunum í Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts