Eitís stjarnan Rick Astley (49) heldur tónleika á Íslandi:

Breski söngvarinn Rick Astley gerði stormandi lukku á níunda áratugnum með lögum eins og Whenever You Need Somebody, Together Forever, It Would Take a Strong Strong Man og auðvitað Never Gonna Give You Up sem fór í efsta sæti vinsældalista í 25 löndum. Kappinn er væntanlegur til landsins og heldur tónleika í Elborgarsal Hörpu þann 1. maí.

EITÍS: Platan sem gerði Rick Astley heimsfrægan 1987.

EITÍS: Platan sem gerði Rick Astley heimsfrægan 1987.

Rick Astley er eini karlkyns sóló listamaðurinn sem hefur átt átta lög á top 10 í Bretlandi. Þegar Rick Astley dró sig í hlé árið 1993, af persónulegum ástæðum, hafði hann selt yfir 40 milljón plötur á heimsvísu.

Rick Astley ákvað að snúa aftur árið 2007. Síðan þá hefur hann gefið út tvær plötur, sem fengið hafa afbragðs dóma gagnrýnenda, auk þess að koma fram á tónleikum en þó helst ekki í mikilli fjarlægð frá Englandi þar sem honum mun vera illa við flugvélar.

Miðasala fer fram í Hörpu og á harpa.is og midi.is

Hlustið á Rick Astley syngja sitt vinsælasta lag, Never Gonna Give You Up

Related Posts