Tobba Marínós (30) varð fyrir ránstilraun á Balí:

Rithöfundurinn og þúsundþjalakonan Tobba Marínós dvelur um þessar mundir á Balí ásamt kærastanum sínum, Karli Sigurðssyni, Baggalút, og Regínu litlu, dóttur þeirra. Dvölin hefur verið sérlega ánægjuleg en í dag dró skugga fyrir sólina á Balí þegar rummungur nokkur reyndi að ræna innkaupapoka parsins inni í verslun á eyjunni.

„Þjófurinn ætlaði að gera sèr innkaupapokann okkar að góðu en þràtt fyrir að vera snöggur og fingralangur dugði það ekki til,“ segir Tobba en afgreiðsludama brást skjótt við og sló til þjófsins með kústi þar sem hann var að spretta af stað með illan fenginn. Tobba er valkyrja mikil og lét ekki sitt eftir liggja og reyndi að rífa í pokann og sparka í apann á meðan Karl gargaði.

„Hvað apinn ætlaði að gera við bleyjur, bjór og moskítókerti veit èg ekki!,“ Segir Tobba og klórar sér í hausnum yfir því hvað freistar þjófa á Balí.

Related Posts