Það er nánast daglegt brauð að kvikmyndir og sjónvarpsþættir séu tekin upp á Íslandi, það er varla hægt að fara út á land án þess að rekast á hluta af kvikmyndatökuliði á krá hvers smábæjar eftir langan dag. Það sem er hins vegar sjaldgæft er þegar kvikmyndir eru teknar upp í Reykjavík, það gerist nánast aldrei en þó er hægt að finna fimm.

Jason Bourne (2016)

Jason Bourne er fimmta myndin í kvikmyndaseríunni en þær hafa allar nema ein snúist um persónuna Jason Bourne (Matt Damon) og baráttu hans við yfirvöld í Bandaríkjunum og leit hans að sínum innri manni eftir að hafa verið heilaþveginn. Jason Bourne kemst að ákveðnum hlut um fortíð sína sem hann vissi ekki áður og einnig er sýnt frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja njósna um fólk án vitundar þess. Jason Bourne fer heimshorna á milli í leit að vísbendingum og vondu fólki. Við upphaf myndarinnar birtist Reykjavík þar sem Nicky Parsons (Julia Styles) fer í vöruskemmu, sem er full af tölvuhökkurum, til að brjóta sér leið í innra kerfi CIA.

BÍÓREYKJAVÍK

 

Land Ho! (2014)

Land Ho! er amerísk gamanmynd sem fjallar um tvo menn á sjötugsaldri sem ferðast saman til Íslands til að endurheimta æskuna. Þeir fara út um allt meðal annars á klúbba í Reykjavík, baðhús og útivistarsvæði. Rapparinn Emmsjé Gauti fer með leiksigur í myndinni en hann leikur persónuna „Glow Stick Guy“ þar sem hann hittir aðalpersónur myndarinnar á bar og setur glóstaut í drykki þeirra.

 

BÍÓREYKJAVÍK

 

 

Dead Snow: Red vs. Dead (2014)

Norsk hryllingsgamanmynd sem var að miklu leyti tekin upp á Ísland og að hluta til á höfuðborgarsvæðinu en gerist þó ekki á Íslandi. Myndin er framhaldsmynd Dead Snow og fjallar um nasistauppvakninga sem vilja taka yfir heiminn. Þekkasti leikarinn í myndinn er Martin Starr sem fór á kostum í sjónvarpsþáttunum Freaks and Geeks og Silicon Valley og kvikmyndunum Knocked Up og Adventureland.

 

BÍÓREYKJAVÍK

 

 

The Fifth Estate (2013)

Spennumynd um vefsíðuna Wikileaks sem er þekkt fyrir að leka trúnaðarskjölum á veraldarvefinn. Mikið efni var tekið upp á Íslandi og Egill Helgason lék meðal annars sjálfan sig í myndinni en lítið af efninu var notað. Í myndinni eru meðal annars sýnd mótmæli fyrir fram Alþingishúsið. Benedict Cumberbatch er í aðalhlutverki sem Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Margir bjuggust við því að þessi mynd ætti eftir að sópa til sín verðlaunum en á daginn kom að myndin var ekkert sérstök.

 

BÍÓREYKJAVÍK

 

The Girl In the Cafe (2005)

Bresk dramasjónvarpsmynd frá árinu 2005 sem var gerð fyrir BBC. Myndin er líklega þekkust fyrir að vera seinasta leikstjórnarverk David Yates áður en hann fór að leikstýra Harry Potter-myndunum. Myndin fjallar um par sem fer saman til Íslands á ráðstefnu þar sem þau fara að rífast um starf mannsins og ósætti kemur upp. Bill Nighy fer með aðalhlutverk í myndinni og tekst honum vel til. Myndin gerist nánast öll í Reykjavík en langstærstur hluti er tekinn upp í húsnæði sem er greinilega ekki á Íslandi og er ljóst að aðeins nokkur atriði voru tekin upp á landinu.

 

BÍÓREYKJAVÍK

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts