Öllum fjölmiðlum er lífsnauðsynlegt að hafa innan sinna raða fréttamenn sem kunna og geta sagt fréttir af hamförum, alvarlegu óveðri og stórslysum og þá sérstaklega í beinum útsendingum.

Ríkisútvarpið er svo heppið að hafa Gísla Einarsson sem nýtur þess hreinlega að standa í beljandi roki og skila ástandinu inn í stofur landsmanna. Hann veður ár og læki, stekkur yfir sprungur og gæti eflaust sundriðið hreindýri yfir jökulfljót með hljóðnemann á lofti ef þess þyrfti. Gísli er gull við erfiðar aðstæður.

Stöð 2 gefur Ríkisútvarpinu lítið eftir með Kristján Má Unnarsson sem hefur yfirburðaþekkingu á landsbyggðinni og þá sérstaklega ástandi vega í öllum sýslum. Kristján Már getur einnig kallast á við vindinn svo skiljist og fréttanef hefur hann lengra en gerist og gengur. Kristján er ekki feiminn við að fara út í öll veður og tala við hvern sem er.

Í útvarpi er það helst Gissur Sigurðsson sem nær þessari sveiflu svo virki. Hann þekkir landið allt og miðin að auki og frásagnargleði hans færist öll í aukana eftir því sem hamfarirnar eru meiri og merkilegri. Stundum er eins og fréttin og Gissur sjálfur renni saman í eitt og úr verði silfurtær hljómkviða í útvarpstækinu heima.

Með framgöngu sinni bæta þessir menn nýrri vídd við fréttir sínar, gera þær meira spennandi og líflegri

eir’kur j—nsson

og það er ekki á allra færi.

Gísli, Kristján og Gissur eru happ í íslenskri fjölmiðlaflóru sem gera lífið skemmtilegra – líkt og Séð og Heyrt í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts