Myndin á að gerast 70 árum fyrir tilkomu Harry Potter:

Leikarinn Eddie Redmayne er heitur í að landa aðalhlutverkinu í nýrri kvikmynd sem byggir á Harry Potter sögunum, það er myndin verður svokallað “spinoff” eða hliðarsaga við Harry Potter. J.K. Rowling mun vera á fullu við að skrifa handrit myndarinnar, að því er segir í frétt á vefsíðu Hollywood Reporter.

Það er Warner Bros. sem framleiðir myndina en hún ber heitið Fantastic Beasts And Where To Find Them. David Yates hefur verið ráðinn leikstjóri en myndin á að gerast um 70 árum áður en Harry Potter sögurnar hefjast í töfraheimi J.K. Rowlings.

FORTÍÐ: Myndin á að gerast 70 árum áður en Harry Potter og félagar koma til sögunnar í heimi J.K. Rowlings.

FORTÍÐ: Myndin á að gerast 70 árum áður en Harry Potter og félagar koma til sögunnar í heimi J.K. Rowlings.

Myndin fjallar um rithöfundinn Newton Artemis Fido Scamander en nafn Scamander kemur fyrir í Harry Potter sögunum þar sem hann er sagður hafa skrifað leiðarvísi í bókarformi um töfraskepnur. Í hinni nýju mynd er fylgst með því þegar Scamander fer að leita að þessum skepnum eftir að hann fær það verkefni að skrifa leiðarvísinn.

Eddie Redmayne fékk sem kunnugt er Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á Steven Hawking í myndinni The Theory Of Everything. Hollywood Reporter segir að hann sé langefstur á lista leikara sem koma til greina sem Scamander að mati Warner Bros.

Related Posts