Sylvester Stallone (68) er ekki of gamall fyrir þennan skít:

 

Eins og gengur oft og gerist í Hollywood er risaeðlum iðulega skipt út fyrir yngri, heitari módelin. Í dágóðan tíma stóð til að kynna hinn stálharða John Rambo aftur til leiks í nýrri sjónvarpsseríu og með öðrum leikara í hlutverkinu, unnendum SYLVESTER STALLONES til mikillar mæðu. Með einni steraðri handleggssveiflu hafa plönin breyst þar sem Stallone hefur algjörlega neitað því að sleppa takinu á rullunni og ætlar að plana nýja endurkomu fyrir hermanninn góða. Nýja myndin verður sú fimmta í röðinni og mun bera heitið Rambo: Last Blood.

Rambo leit seinast dagsins ljós árið 2008 og vakti mikla kátínu þar hjá hörðustu aðdáendum kappans. Ætli honum takist að endurtaka lætin þegar hann er rétt að skríða á áttræðisaldurinn?

Related Posts