„Ég hef ekkert um þetta mál að segja,“ segir Ragnar Guðmundsson hótelhaldri á Skólavörðustíg en gistihúsarekstur hans, Hótel Adam, hefur legið undir ámæli og verið stöðugt fréttaefni undnfarna daga eftir að upp komst að gestum á staðnum var boðið að kaupa kranavatn á flöskum og um leið varaðir við að drekka vatnið beint úr leiðslum eins og tíðkast hér á landi.

„Það er fólk hérna hjá mér og ég hef ekki tíma til að tala,“ bætti Ragnar í Adam við en hann var einn vinsælasti og virtasti hárgreiðslumaður þjóðarinnar hér áður fyrr.

Related Posts