RAGGI HUGSAR VEL UM MIG

Raggi Bjarna á sér stað í hjörtum allra landsmanna enda búinn að skemmta þjóðinni í hátt í 70 ár. Raggi ákvað að halda upp á áttræðisafmæli sitt með stórtónleikum og fyllti Hörpu ekki einu sinni, heldur tvisvar.

,,Mér fannst þeir alveg brilljant,“ segir Helle Birthe um tónleika eiginmanns. „Hann var alveg stórkostlegur, eins og honum einum er lagið. Mér fannst bara frábært að sjá svona margt fólk koma og fagna með honum Ragga mínum.“ Helle segir Ragga vera einstaklega blíðan mann sem kemur vel fram við sína. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja að lýsa honum Ragga, hann er alveg einstakur, góður faðir og hugsar vel um mig. Hann er einstaklega blíður maður.“

Helle skemmti sér sjálf konunglega og var það mál manna að þetta hefðu verið einir flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið í Hörpu og er þá mikið sagt. „Þetta heppnaðist rosalega vel. Eftir tónleikana héldum við síðan á efstu hæðina í Hörpu þar sem við fengum okkur köku og skemmtum okkur vel með fjölskyldu og vinum.“

Related Posts