Bjarni Ara (43) með hrífandi tónleika:

 

Tónleikarnir „Bjarni Ara syngur Elvis“ voru haldnir í Háskólabíói og meðal gesta voru hjónin Raggi Bjarna og Helle Birthe.

Dásamlegt kvöld „Ég þarf bara eitt orð til að lýsa þessu og það er stórkostlegt,“ segir stórsöngvarinn Raggi Bjarna sem var einn af fjölmörgum gestum á tónleikum Bjarna Ara þar sem hann söng lög Elvis Prestley. Bjarni hefur verið þekktur fyrir að fara afar vel með lög kóngsins sáluga og tekur Raggi Bjarna vel undir það. „Röddin og túlkunin hjá Bjarna var alveg upp á tíu – ég hef sjaldan heyrt annað eins. Hljómsveitin var líka frábær og allir sem komu að tónleikunum.“

Raggi hefur þekkt Bjarna frá því að hann var 15 ára og því fengið að fylgjast með honum vaxna og dafna sem söngvara. „Ég dáðist að honum á þessum tónleikum og ég var hrikalega stoltur af honum. Hann hefur alltaf haft gaman af Elvis og er með einstakan hæfileika sem fær hann til þess að ná honum svona svakalega vel.“

Raggi mætti á tónleikana með konu sinni, Helle Birthe, og fóru þau út að borða áður á fallegum litlum veitingastað. „Við áttum alveg dásamlega kvöldstund,“ segir Raggi og brosir út að eyrum.

Related Posts