Stórmyndin Interstellar verður frumsýnd á föstudaginn og einn virtasti bíókóngurinn í bransanum, hann Quentin Tarantino, hefur veitt myndinni blessun sína.

,,Það er orðið langt síðan einhverjum tókst að koma með svona gríðarlega mikla sýn í bíói. Það er ýmislegt í henni sem maður sér vanalega í myndum frá (Andrei) Tarkovsky eða (Terrence) Malick, ekki í vísindaskáldsögum,“ sagði Tarantino í spjalli við tímaritið The Guardian.

Tarantino vill meina að hér sé á ferðinni með betri ef ekki flottari myndum ársins en hann virðist ekki vera eini leikstjórinn um það. Menn á borð við Paul Thomas Anderson (There Will Be Blood), Brad Bird (The Incredibles) og Edgar Wright (Hot Fuzz) kippa einnig í sama streng á Twitter-síðum sínum og flestir á því máli að hér sé um að ræða kvikmyndaupplifun í orðsins fyllstu merkingu.

Alltaf gaman af stórum orðum.

Skoða má sýnishorn úr myndinni hér.

Related Posts