Gunnþór Sigurðsson (55) bauð í útgáfupartí:

Hljómsveitin Q4U vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sem pönkhljómsveit í byrjun níunda áratugarins. Q4U kom meðal annars fram í myndinni Rokk í Reykjavík og vakti mikla athygli fyrir tónlist sína og framkomu. Hljómsveitin hefur komið saman af og til síðan og gaf nýverið út þriðju plötu sína, Qþrjú.

Upphafið „Q4U byrjaði sem pönkgrúppa en er það ekki lengur,“ segir Gunnþór. „Erlendis er hljómsveitin kölluð „goth“ eða „darkwawe“. Pönkið var upphafið.“

Undanfarin ár hefur Q4U fengið sífellt meiri athygli erlendis og hafa safnplötur með efni hennar meðal annars verið gefnar út í Brasilíu og Bandaríkjunum. Q4U var talin í hópi 100 bestu hljómsveita heims á sviði darkwave- og goth-tónlistar í nýlegu uppgjöri á þessu sviði. „Á plötunni er nýtt efni og síðan þrjú lög af tónleikum sem við héldum í Hörpu 28. febrúar 2013 en þeir voru haldnir til styrktar Ingólfi Júlíussyni, gítarleikara sveitarinnar, og fjölskyldu hans. Ingólfur spilaði þar með okkur í síðasta sinn lagið Creeps og þakið gjörsamlega fauk af Hörpu. Ingólfur, vinur okkar, lést í apríl 2013 og er nýja platan tileinkuð honum. Ingólfur var bróðir Árna Daníels og Egill, frændi Ingólfs, tók við sem gítarleikari Q4U,“ segir Gunnþór.

Facebooksíða Q4U.

Q4U

FRIKKI FYLGIST MEÐ Q4U: Friðrik Indriðason, bróðir stjörnurithöfundarins Arnaldar Indriðasonar, kíkti að sjálfsögðu á Gunnþór, félaga sinn. Friðrik er fyrrum blaðamaður á Tímanum og er jafngóður penni og bróðir hans. Friðrik hefur fylgst vel með sveitinni frá fyrstu dögum hennar og verið einlægur aðdáandi hennar eins og sjá má af skrifum hans um sveitina.

ÿØÿáºèExif

AÐDÁENDUR: Mike Pollock og Guðrún Sveinbjörnsdóttir létu sig ekki vanta. Bróðir Mike, gítarleikarinn Danny Pollock er fyrrum gítarleikari Q4U og spilaði á fyrstu plötu hennar, Q1.

Q4U

MEÐ PÖNKIÐ Í BLÓÐINU: Fimmmenningarnir voru ánægðir með nýju plötuna og viðtökurnar. Egill Viðarsson gítarleikari, Gunnþór Sigurðsson bassaleikari, Elínborg Halldórsdóttir söngkona, Árni Daníel Júlíusson hljómborð og Guðjón Guðjónsson trommari.

Q4U

HÆFILEIKAÞRENNA: Þessar þrjár konur krydda lífið, hver á sinn hátt, hæfileikaríkar og heillandi. Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og pistlahöfundur, Ellý og Íris Hera Norðfjörð, eigandi Kryddleginna hjartna.

Q4U

NÆSTA KYNSLÓÐ: Sonur Ellýjar, Þórarinn Jökull, kom og fagnaði með móður sinni og strákunum.

Q4U

ELLÝ MEÐ ELLÝ: Ellý heldur hér á fyrstu plötu Q4U, sem var endurútgefin í Ameríku. Einnig hafa verið gefnir út safndiskar víða, meðal annars í Brasilíu.

Séð og Heyrt hlustar á tónlist.

Related Posts