Guðmundur Breiðfjörð (48) bauð í bíó:

Forsýning á nýjustu afurð Seth Rogen, Jonah Hill og Evan Goldberg, teiknimyndinni Sausage Party, var í Smárabíó í síðustu viku. Myndin er frumsýnd þann 17. ágúst næstkomandi. Þeir sem þekkja til kappana vita að þeim er ekkert heilagt og þessi mynd er engin undantekning, þeir stela hugmyndum héðan og þaðan og taka grínið alla leið svo jafnvel hörðustu karlmenn vita ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta yfir neðanbeltishúmornum.

exclusive-sausage-party

Engri lík Pylsan Frank eyðir dögunum í kjörbúðinni í að daðra við ástina sína, pylsubrauðið Brendu og dreymir um að þau muni bráðlega vera valin saman til að fara heim með einhverjum viðskiptavina búðarinnar. Og að þar muni þau lifa hamingjusömu lífi saman þar til „best fyrir“ dagsetningin þeirra rennur upp. En eins og allir sem borða mat vita þá er raunveruleikinn annar og mæta margar af persónum myndarinnar hrikalegum örlögum þegar þau fara heim með nýjum eigendum. Greg Tiernan og Conrad Vernon leikstýra myndinni og handrit skrifa Seth Rogen, Evan Goldberg, Kyle Hunter og Ariel Shaffir.

20160804-200128-2 - MummiLu

MARKAÐSSTJÓRINN: Guðmundur Breiðfjörð bauð gesti velkomna á myndina, en dóttir hans María Perla er ekki orðin nógu gömul til að sjá myndina, enda er hún alls ekki við hæfi barna.

Séð og Heyrt skellti sér í bíó og fékk álit nokkurra gesta á myndinni.

20160804-195936-2 - MummiLu

SKEMMTILEGIR VINIR: Vinirnir Þórhallur Þórhallsson uppistandari og Sigurður Anton Friðþjófsson leikstjóri Webcam. Sigurður vinnur nú að myndinni Snjór og Salóme sem Þórhallur leikur smáhlutverk í. „Sausage Party er alveg þrælfyndin,“ segir Þórhallur.

 

20160804-195158 - MummiLu

EINS OG JEEVES OG WOOSTER: Heiðar Austmann, þáttastjórnandi á K-100, tók einkaþjón sinn og hárgreiðslumann Kristfinn Ólafsson með í bíó. „Kíktum á myndina Sausage Party í kvöld. Holy hell hvað hún er fyndin. Ógeðslega gróf en fáááránlega fyndin. Hló helling. Mæli með henni,“ segir Heiðar.

20160804-194454 - MummiLu

GEGGJUÐ MYND: Parið Alexander Hafþórsson og Hlín Gísladóttir eru bæði í lögfræðinámi, auk þess sem hann vinnur í Tölvutek og hún sem kaffibarþjónn hjá Te og kaffi. „Myndin kom ekkert smávegis á óvart, alveg fáránlega fyndin frá byrjun til enda,“ segir Alexander.

20160804-200056 - MummiLu

FYNDNIR FEÐGAR: Gunnar Helgason leikari og sonur hans, Óli Gunnar, skelltu sér saman í bíó. „Helvíti gaman. Ég á oft erfitt með þennan grófa húmor og það breyttist lítið en restin af myndinni og sérstaklega pólitíska grínið fannst mér frábært,“ segir Gunnar.

 

20160804-200254-2 - MummiLu

EIGANDI BÍÓVEFSINS: Tómas Valgeirsson sem heldur úti Bíóvefnum var að sjálfsögðu mættur. „Sausage Party er ósmekkleg, barnaleg, manískt gróf en í senn ótrúlega snjöll, útpæld í satírunni og algjörlega fyndnasta myndin á árinu hingað til.“

20160804-193958 - MummiLu

BÍÓGAGNRÝNANDINN: Valdimar Víðisson sem er með Bíógagnrýni Valdimars mætti ásamt kærustu sinni Sigurborgu Geirdal og vinahjónum þeirra Lenu Karen Sveinsdóttur og Viðari Steingrímssyni. „Hér er á ferðinni svo steikt mynd en svo æðislega skemmtileg, kaldhæðin og svo ógeðslega fyndin. Munnsöfnuðurinn og senurnar, maður lifandi, þeim er ekkert heilagt. Það fá allir að kenna á því og það sem meira er, þessum handritshöfundum er svo drullusama. Ég hló frá byrjun til enda. Þessi mynd er EKKI fyrir börn. Ekki undir neinum kringumstæðum, 4 og hálf stjarna af 5. Æðisleg mynd,“ segir Valdimar í gagnrýni sinni.

Ljósmyndari: Mummi Lú.

Sjá einnig: Seth Rogen hrekkti nokkra viðskiptavini matvöruverslunar í New York, sjá hér. 

Sjá einnig: Dómur um myndina, sjá hér.

Séð og Heyrt í bíó næstum því alla daga.

 

 

 

Related Posts