Bandarískt fyrirtæki hefur sett á markað pungvörn fyrir fólk sem vill steikja beikon nakið. Fyrirtækið, J&D Food´s kallar vörnina Naked Bacon Cooking Armour en um er að ræða harðplastskel sem lítur út eins og pungbindi í yfirstærð.

Justin Esch annar stofnenda J&G Food´s segir í samtali við Huffington Post að þetta sé gullstaðallinn þegar kemur að vörn gegn brennheitri fitu fyrir kynfærin. Hann vonar einnig að vörnin muni hvetja þá sem nú steikja beikon í fötum til að skipta yfir og fara að gera slíkt naktir. “Við erum bara að opna möguleikann á þessu fyrir fólk og vonum að það finni hamingjuna með því að breyta til,” segir Esch.

Related Posts