Gefur ýmsa möguleika fyrir framleiðendur heilsufæðis:

Vísindamenn í Brasilíu hafa fundið prótín í kaffibaunum sem virkar eins og morfín, það er hefur róandi og slakandi áhrif. Tilraunir á músum hafa leitt í ljós að áhrifa prótínsins hjá þeim gætti lengur en ef um morfín var að ræða.

Í frétt AFP fréttaveitunnar um málið segir að það hafi verið vísindamenn frá Háskóla Brasilíu í samvinnu við rannsóknarmiðstöðina Embrapa sem fundu hið áður óþekkta prótín. Embrapa sérhæfir sig í landbúnaðarannsóknum.

Að sögn talsmanns Embrapa getur þetta prótín skapað ýmsa líftæknilega möguleika fyrir framleiðendur á heilsufæði. Þar að auki gæti það dregið úr streitu hjá dýrum þegar þau eru leidd til slátrunar.

Related Posts