Frosti Logason (37) um jólamatinn:

Nú styttist óðfluga í jólinn og það sem margir hlakka mest til á jólunum er sjálfur jólamaturinn.

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason ætlar í jólamat til mömmu eins og síðastliðin ár.

„Ég fer alltaf í jólamat til mömmu og það er bara mismunandi hvað er í matinn. Það hefur aldrei verið eitthvað eitt ákveðið í matinn á jólunum. Sjálfur borða ég ekki kjöt þannig að ég fæ humar. Fjölskyldan fær sér eitthvað kjötmeti en það er bara humar fyrir prinsinn,“ segir Frosti.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts