Guðmundur Arnfjörð (42) skiptir um gír:

hlerf

KLASSÍK: Gómsætur matur á seðlinum.

Guðmundur Arnfjörð, sem í daglegu tali er kallaður Gummi í Pizzunni, hefur staðið við pizzuofninn í 17 ár en tók nýlega við rekstri Ruby Tuesday.

 

FÆRIR ÚT KVÍARNAR „Pizzan hefur gengið vel, ég rek núna fimm staði, pizza er vinsæll fjölskyldumatur og það breytist seint. Ég er ekkert hættur í pizzubransanum, það blundaði alltaf í mér að opna veitingahús. Tækifærið kom og ég stökk á það.“

Veitingastaðurinn Ruby Tuesday hefur fyrir löngu sannað tilveru sína á markaðnum. Í Reykjavík eru tveir staðir með því nafni, í Skipholtinu og á Höfðabakka.

„Ég ætla að hlusta eftir röddum viðskiptavina og meta í kjölfarið hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera á matseðli og annarri þjónustu. Ég mun einbeita mér að rekstrarlagfæringum til að byrja með.“

alala

JÁKVÆÐUR: Alltaf fjör í vinnunni.

Guðmundur er einn fárra sem stendur í rekstri á vídeóleigu, en þær eru sjaldséðar nú orðið.
„Ég hef rekið vídeóleigu í 21 ár í Garðabænum, maður er orðinn risaeðla á þeim markaði.“

Guðmundur hefur ekki fengið nóg af pizzum þrátt fyrir að vera kominn í hamborgarabransann og segist ekki vera í samkeppni við sjálfan sig.
„Sjálfur borða ég pepperóní, ananas, lauk og chili-duft á mína pizzu. Og svo verð ég að mæla með rifjunum og borgurunum á Ruby, algjör klassík sem klikkar ekki.“

Related Posts