Fékk sér reykta hrefnu í forrétt á hóteli í Noregi:

Pippa Middleton, yngri systir Katrínu hertogaynju af Cambridge, liggur undir harðri gagnrýni náttúru- og dýraverndarsamtaka fyrir að hafa borðað reykt hrefnukjöt og lýst yfir ánægju sinni með þá máltíð. Hrefnukjötið fékk hún sem forrétt á hóteli í Noregi. Nær öll lönd í heiminum utan þrjú banna veiðar á hrefnu og neyslu á hrefnukjöti. Aðeins er hægt að fá það löglega í Noregi, á Íslandi og í Japan.

Í frétt um málið á vefsíðu Daily Mail segir að hrefnuát Pippu hljóti að vera erfiður biti að kyngja fyrir mág hennar, Vilhjálm prins, enda er hann oft málsvari náttúruverndar.

Pippa titlar sig sem matar- og lífsstílssérfræðing og hún skrifaði um forréttinn í Noregi sem slíkur. Hún segir m.a. að hrefnukjötið hafi verið framrétt eins og carpaccio. Bragðið hafi líkst reyktum laxi en útlitið hafi minnt á kálfakjöt.

SÆLGÆTI: Rétt verkuð og elduð hrefna þykir herramannsmatur.

SÆLGÆTI: Rétt verkuð og elduð hrefna þykir herramannsmatur.

Meðal þeirra sem tjá sig um málið er Philip Mansbridge forstjóri bretlandsdeildar International Fund for Animal Welfare. Hann segir Pippu hafa, óafvitandi, gefið slæmt fordæmi sem aðrir ferðamenn muni kannski fylgja.Talskona samtakanna Whale and Dolpin Conservation segir að Pippa hefði heldur átt að fara í hvalaskoðun en þennan málsverð.

Rætt er við hótelstjórann í Noregi um hrefnukjötið. Hann segiist alls ekki ætla að hætta að bera það fram enda hafi slíkt kjötið verið borðað í Noregi í fleiri hundruð ár.

Related Posts