Sigríður Þorvaðardóttir (66) kveður miðbæinn sátt:

Verslunin Pipar og salt er fyrir löngu orðið þekkt kennileiti í verlsunarflóru miðborgarinnar. Verslunin hefur sérhæft sig í selja fallega breskar vörur fyrir eldhús og heimili.
Fjölmargir leggja leið sína reglulega í verslunina Pipar og salt sem hefur verið starfrækt í 28 ár. Eigendurnir,Sigríður Þorvarðardóttir og Paul Newton sem hafa staðið vaktina alla tímann hafa ákveðið að loka versluninni og snúa sér að öðru.

Söknuður „Þetta er orðið gott, við viljum snúa okkur að öðru. Komin tími til að lifa lífinu annars staðar enn bak við búðarborðið. Það er samt söknuður í okkur en jafnframt tilhlökkun,“ segir Sigríður sem staðið hefur vaktina í tæp þrjátíu ár.

Frá því að tilkynnt var um lokun verslunarinnar hefur verið stöðugur straumur viðskiptavina sem vildu gera góð kaup og kveðja þau hjón.

„Það er bara Þorláksmessa upp á hvern dag núna, ég býst við að verðum með verslunina í rekstri eitthvað fram á vor. Við eigum húsnæðið sjálf og er því ekki nein pressa á okkur að loka fyrr en við höfum selt allt. Húsnæðið verður gert upp og leigt út fyrir annan rekstur. Við búum hérna á Klapparstígnum og okkur hefur liðið vel hér, við eigum eftir að sakna viðskiptavina okkar sem margir hafa haldið tryggð við okkur frá opnun.“

Related Posts