Celine Dion (48) er byrjuð á nýrri plötu:

Söknuður „Ég er byrjuð á nýrri plötu sem verður á ensku,“ segir Celine í viðtali við ET. Hún gefur ekki mikið upp um útgáfuna, en gaf þó upp eitt atriði: „Pink samdi lag handa mér.“

Lagið heitir Recovering og samdi Pink það fyrir Celine til að heiðra minningu eiginmanns Celine; Rene Angelil, sem lést í janúar síðastliðnum. Angelil var 73 ára þegar hann lést en hann hafði barist við krabbamein í hálsi í nokkurn tíma.
Þegar söngkonurnar hittumst á Billboard tónlistarverðlaununum þakkaði Celine Pink kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til að semja lagið, „takk fyrir að gefa mér verkfæri til að hjálpa mér að halda áfram, til að komast yfir sorgina.“
Í sama viðtali þakkaði Celine einnig aðdáendum sínum fyrir stuðning þeirra, „þeir hafa stutt mig bæði í gegnum góða og slæma daga.“

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts