Góður gestur frá Slóvakíu:

slovakia

ATHYGLISVERT: Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marels, og Árni Sigurjónsson, lögmaður Marels, skoðuðu ljósmyndasýninguna saman.

Það var vel tekið á móti Peter Javorcik, ráðuneytisstjóra og aðstoðarutanríkisráðherra Slóvakíu, þegar hann heimsótti höfuðstöðvar Marels í Garðabæ en Marel er einmitt með verksmiðju í Slóvakíu.

Verksmiðja Marels í Slóvakíu er í borginni Nitra og þar starfa um 400 manns. Almenn ánægja ríkir með starfsemina í borginni og því vel við hæfi að Peter Javorcik hafi gert sér ferð í höfuðstöðvarnar á Íslandi.

slovakia
ATHYGLISVERT: Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marels, og Árni Sigurjónsson, lögmaður Marels, skoðuðu ljósmyndasýninguna saman.
Hafði aðstoðarutanríkisráðherrann á orði að góður árangur hefði náðst í rekstri verksmiðju Marels í Nitra og stefnt væri að frekari vexti þar.

Með Peter Javorcik í för voru Frantisek Kasicky, sendiherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Slóvakíu, Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi, og tveir yfirmenn frá utanríkisráðuneyti Slóvakíu.

Í tilefni heimsóknarinnar var sýning á ljósmyndum frá Slóvakíu opnuð fyrir starfsmenn og gesti Marels en sýningin mun síðar fara víða um land í tengslum við kynningu á Slóvakíu hér á landi.

slovakia

TOPPARNIR: Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, Peter Javorcik, Frantisek Kasicky, sendiherra Slóvakíu á Íslandi, og Guðmundur Óli Björgvinsson lögmaður.

Related Posts