Ása Baldursdóttir (35) og Hrönn Sveinsdóttir (39) elska kvikmyndir:

Ása og Hrönn stýra Bíó Paradís á Hverfisgötunni, kvikmyndamenningarhúsinu í miðborginni. Þær hafa báðar unnið lengi í „bransanum“, við kvikmyndagerð, dagskrárgerð og fleira. Þær elska kvikmyndir og bjóða reglulega upp á partísýningar í Bíó Paradís, sýningar þar öllum er velkomið að mæta með góða skapið, í tilheyrandi klæðnaði og taka þátt í sýningunni með söng eða látbragði ef tilefnið býður upp á. Þetta hófst allt með Aftur til framtíðar eða Back to Future-myndinni og ljóst er að þær stöllur horfa til framtíðar og ætla að skapa Bíói Paradís veglegan sess í skemmtanaflóru miðborgarinnar.

PARTÍBÍÓ STÝRURNAR: Ása og Hrönn eiga að sjálfsögðu sínar uppáhaldsmyndir. „Ég er rosalega mikið fyrir diskótónlist og tónlist yfirhöfuð, en uppáhaldshljómsveitin mín er Abba. Uppáhaldsmyndin mín er Hárið (Hair) sem munum sýna í febrúar 2017. Miðasala er hafin og ég ætla að mæta í geggjuðum klæðnaði og syngja með,“ segir Hrönn. „Ég fæ eiginlega bara kvíðakast að þurfa að velja fanað. En núna fyrir jólin er það Love Actually, mynd sem fjallar um ástina og jólin. Og hver vill ekki horfa á þessa mynd aftur og aftur um hver jól? Ég fæ eiginlega bara gæsahúð að tala um þetta, við ætlum að sýna hana oft 2. og 9. desember. Þetta verður tryllt! Ég elska sjúklega væmnar ,,feelgood"-myndir,“ segir Ása.

PARTÍBÍÓ STÝRURNAR:
Ása og Hrönn eiga að sjálfsögðu sínar uppáhaldsmyndir. „Ég er rosalega mikið fyrir diskótónlist og tónlist yfirhöfuð, en uppáhaldshljómsveitin mín er Abba. Uppáhaldsmyndin mín er Hárið (Hair) sem munum sýna í febrúar 2017. Miðasala er hafin og ég ætla að mæta í geggjuðum klæðnaði og syngja með,“ segir Hrönn. „Ég fæ eiginlega bara kvíðakast að þurfa að velja fanað. En núna fyrir jólin er það Love Actually, mynd sem fjallar um ástina og jólin. Og hver vill ekki horfa á þessa mynd aftur og aftur um hver jól? Ég fæ eiginlega bara gæsahúð að tala um þetta, við ætlum að sýna hana oft 2. og 9. desember. Þetta verður tryllt! Ég elska sjúklega væmnar ,,feelgood“-myndir,“ segir Ása.

Partíbíó Hvernig kom það til að partíbíósýningar byrjuðu? „Já það er góð spurning,” segir Ása. „Þegar dagsetningin 21. október 2015 nálgaðist, þá urðum við hreinlega að sýna Back to Future. Úr varð að við sýndum allar myndirnar fyrir fullu húsi og það var alveg klikkuð stemning. Þá fórum við að hugsa betur út í það að sýna gamlar og góðar kvikmyndir þar sem fólki fyndist gaman að koma saman og horfa á. Og svo fór boltinn að rúlla,“ segir Ása. Sem dæmi hefur Rocky Horror Picture Show verið sýnd af og til við miklar vinsældir. Þær óskuðu eftir tillögum á Facebook og athuga síðan hvort ekki er hægt að skipuleggja sýningu á þeim myndum sem oftast eru nefndar. „Það er alveg geggjuð stemning og margar hugmyndir sem koma upp á samfélagsmiðlunum,“ segir Ása.

45. tbl. 2016, Ása Halldórsdóttir, Bíó Paradís, Hrönn Sveinsdóttir, SH1611288385

BÍÓ PARADÍS – kvikmyndamenningarhús í miðborginni * tók til starfa 2010 og er rekið án hagnaðarsjónarmiða en fagfélög í kvikmyndagerð skipa stjórn * býður upp á kvikmyndafræðslu fyrir öll skólastig að kostnaðarlausu * hefur stóraukið framboð á kvikmyndum utan Hollywood á Íslandi * er heimili íslenskra kvikmynda * er skemmtilegt bíó, þar sem upplifun og vinsælar partísýningar eiga heima

Slógu í gegn
Partisýningunum hefur verið vel tekið. „Margir hafa farið aðeins lengra með þetta og mætt í búningum, komið með í hópferð eða jafnvel vinnustaðnum sínum,“ segir Hrönn. Við vorum til dæmis í alvörunni að sjá fólk með heftara þegar við vorum með partísýningu á The Office Space. En svo höfum við verið að sýna myndir eins og Clueless og Mean Girls þar sem löngu var orðið uppselt fyrir sýningar og margir sátu eftir með sárt ennið að hafa ekki getað tryggt sér miða. Við reynum samt að bregðast við þessu með því að bæta við aukasýningum eins og raunin er til dæmis með Die Hard sem sýnd verður núna um jólin, 16. og 17. desember,“ segir Hrönn. Það er frekar kostnaðarsamt að sýna svona eldri kvikmyndir segja þær. „Og svo er það svolítið maus vegna sýningareintaka sem við þurfum að koma til og frá landinu. En þetta borgar sig ef við náum að sýna myndir sem fólk virkilega vill sjá. Þess vegna erum við með skoðanakannanir á Facebook,“ segir Hrönn.

Meira en bara bíó
Það er þó fleira hægt að gera í Bíó Paradís en sjá eldri klassískar kvikmyndir. „Við erum fyrsta og eina listræna bíóhúsið á Íslandi og við erum að sýna áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum, vinningsmyndir stærstu kvikmyndahátíða heims, við erum með költmyndahópinn Svarta sunnudaga sem sýna eina költmynd á hverjum sunnudegi, svona sannkallaðar költmyndir og kvikmyndir sem kallaðar eru meistaraverk kvikmyndasögunnar – en þar eru það Sigurjón Kjartansson, Hugleikur og Sjón sem sjá um þann dagskrárlið. Svo erum við alltaf með nýjar listrænar myndir, íslenskar kvikmyndir og erum regulega að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Svo má ekki gleyma öllum kvikmyndadögunum okkar, við bjóðum upp á pólska, rússneska og þýska kvikmyndadaga. Að ógleymdum kvikmyndahátíðum, til að mynda Stockfish – Kvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin verður 25. febrúar – 5. mars 2017,“ segir Hrönn.

45. tbl. 2016, Ása Halldórsdóttir, Bíó Paradís, Hrönn Sveinsdóttir, SH1611288385

FRAM UNDAN Í DESEMBER: Desember er skemmtilegur mánuður til að kíkja í Bíó Paradís. „Við erum eina bíóið í miðbænum og því hafa margir nýtt sér það að koma hingað, kíkja á bíó, fá sér drykk á barnum okkar og kíkja svo á lífið í miðbænum. Eða koma við í jólagjafastússi. Við erum með frábærar vinsælar sýningar í desember, One More Time With Feeling með Nick Cave, Love Actually, Scrooged með Bill Murray, Space Jam, Die Hard og svo sýnir költkvikmyndaklúbburinn okkar The Godfather á annan í jólum. Talandi um frábæra jólasýningu; allar myndir hjá okkur eru sýndar í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum og það er svo geggjað gaman að horfa saman á svona klassískar og skemmtilegar kvikmyndir. Stefnan er tekin á að sýna The Holiday sem er frábær jólamynd. Svo ætlum við að sýna The Neverending Story fyrir alla fjölskylduna,“ segir Ása.

45. tbl. 2016, Ása Halldórsdóttir, Bíó Paradís, Hrönn Sveinsdóttir, SH1611288385

STÝRURNAR Hrönn Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna. Hrönn starfaði um árabil við kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Á þeim tíma hlaut hún meðal annars Edduverðlaunin fyrir heimildamyndina Í skóm drekans. Síðar nam hún stjórnmálafræði í New York. Að námi loknu tók hún við starfi siðameistara sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi og sinnti því starfi þar til hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Heimilis kvikmyndanna í janúar 2012. Hún er alltaf löðursveitt á kontórnum, ætti að fá verðlaun sem bíóstjóri Íslands! Ása Baldursdóttir er dagskrárstjóri, auk þess að sjá um kynningarmál Bíó Paradís. Ása hefur fjölbreytta náms- og starfsreynslu, þar sem hún hefur meðal annars numið listræna ljósmyndun, sagnfræði, listfræði, blaða- og fréttamennsku, hagnýta menningarmiðlun og fleira. Hún hefur unnið sem verkefnastjóri dagskrár hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, unnið með Mánudagsbíó Háskóla Íslands, ritstýrt og séð um aldarafmælisvef Háskóla Íslands ásamt því að ritstýra frumkvöðlavefnum snoop-around.com ásamt kollega sínum og ljósmyndara Nönnu Dís, ásamt því að vinna við blaðamennsku í nokkur ár. Ása er alltaf að fá góðar hugmyndir enda er ekkert skemmtilegra en að fara í bíó í Bíó Paradís!

rhps1

VINSÆLASTA OG VERSTA: „Ætli langvinsælasta myndin hafi ekki verið Rocky Horror-búningasýningin okkar í sumar. Það var alveg truflað að koma þarna og sjá hversu margir mættu í búningum. En það er líka mynd sem við ætlum að reyna sýna mjög reglulega á nýju ári,“ segir Ása. „En svo vorum við að sýna lélegustu mynd allra tíma, The Room og við buðum meira segja einum aðalleikaranum úr myndinni hingað til lands. Það voru svokallaðar þátttökusýningar, fólk mætti með plastskeiðar og ameríska fótbolta, en fólk horfir á myndina hér og um víða veröld þannig að það er öskrað, klappað, hrópað og plastskeiðum hent í skjáinn við ákveðin tilefni. Tryllt skemmtun!“

the-room

Séð og Heyrt skemmtir sér konunglega í Bíó Paradís.

 

Related Posts