Kvikmyndahátíðin Stockfish sló í gegn:

Bíó Evrópska kvikmyndahátíðin Stockfish gerði stormandi lukku í tíu daga og Bíó Paradís iðaði af lífi á meðan hátíðin stóð yfir. Á sjöunda þúsund manns sóttu hátíðina og horfðu á bíómyndir sem voru hver annarri áhugaverðari. Hátíðinni var slúttað með góðu partíi á Kex þar sem bransaliðið kom saman og skálaði.

Kex

SNILLI: Ragnar Bragason leikstjóri var í góðum félagsskap.

 

Kex

BÍÓPRESTAR: Prestshjónin Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þóra Tómasdóttir eru mikið bíófólk.

 

Kex

TÖFFARAR: Magnús Árni Skúlason hagfræðingur og kvikmyndaleikstjórarnir Ari Alexander og Friðrik Þór voru reffilegir í lokahófinu.

 

SH-img_9033

GOTT STUÐ: Kvikmyndaleikstjórinn Benedikt Erlingsson lét sér ekki leiðast á Kex.

 

Related Posts