Árshátíð alþingismanna verður í kvöld á Hótel Sögu og er almenn tilhlökkun meðal þingmanna. En það eru fleiri sem hugsa sér til hreyfings af þessu tilefni. Auglýst hefur verið Panama – grillhátíð fyrir utan aðalinngang Súlnasalsins á Hótel Sögu á sama tíma og þingmenn ganga til veislu og í fundarboðinu segir:

„Fimmtudaginn 12. maí heldur Alþingi þingveislu í Súlnasal Hótel Sögu. Þar kemur saman stuðningsfólk aflandsfélaga og aðrir þingmenn. Veislan verður í boði skattgreiðenda.

Við bjóðum til off-venue viðburðar fyrir utan Hótel Sögu þar sem þingveislan verður haldin. Bananar og gleði munu svífa yfir vötnum og hvetjum við alla til að taka mér sér sitt eigið bananaknippi, saman munum við mynda stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti.

Einnotagrill eru einnig ákveðinn gleðigjafi og einkar nauðsynleg fyrir skemmtilega grillstemningu.“

Related Posts