Leikarinn góðkunni Billy Bob thornton ( 59 ) hefur leikið í fjölda stórmynda og gerir stormandi lukku í hinni frábæru sjónvarpseríu Fargo.

Nú tjáir hann sig um erfiða æsku, en hann ólst upp í Arkansas í BNA . “ Ég  var barin á hverjum degi. En það var ekki af því að pabbi minn var skíthæll. Þetta var bara venjan. Allir feður voru svona á þessu svæði á þessum tíma “ segir hann um föður sinn sem starfaði sem íþróttakennari.

„Ef maður var í heimsókn hjá einhverjum og gerði eitthvað rangt þá var maður laminn af heimilisföðurnum Þetta var klikkun. Og í skólanum var maður hýddur“.

Billy Bob gekk ekki vel í skóla og þjáðist af lesblindu. Hann lenti oft í vandræðum og þá fékk hann að velja: tíu vandarhögg frá kennaranum eða brottvikning úr skóla í þrjá daga. “ Ég valdi alltaf vandarhöggin því ef mér var vikið úr skólanum þá beið mín miklu verri refsing hjá pabba“.

Eftir því sem hann varð eldri því verri varð faðirinn, en þegar Billy var sextán ára sagði hann stopp. Hann og faðir hans voru að rífast heiftarlega og þegar faðir hans ætlaði að leggja hendur á Billy , kastaði Billy föður sínum í gegnum skáphurð. Eftir það lét faðir hans hann í friði.

Ári seinna fékk faðir Billy Bob krabbamein og lést átta mánuðum seinna. „Ég grét ekki í jarðaförinni, en ég grét mörgum árum seinna þegar ég fyrirgaf pabba mínum. Því það hef ég gert. Ég elskaði hann mikið“.

 

Related Posts