Elísabet Margeirsdóttir, veðurfréttakona á Stöð2, er langduglegasti hlaupagarpur landsins um þessar mundir. Í síðasta mánuði fór hún til Frakklands og tók þátt í 168 kílómetra hlaupi sem kallast Ultra Trail du Mont Blanc og þar liggur leiðin í kringum Alpana og Mont Blanc, hæsta fjall í Evrópu. Hún er dóttir Margeirs Péturssonar, sem MP banki er kenndur við og fyrrum skákmeistara, en Margeir á nú banka í Úkraínu.

MP3

Elísabet á fullri ferð, upp og niður fjöll og um stræti bæja og borga

Vá þetta var drulluerfitt,“ sagði Elísabet þegar hlaupið var búið en bætti við að skynsemi og góður undirbúningur hefði gert það að ógleymanlegri upplifun. Hún var 34 klukkutíma og níu mínútur á leiðinni og var hlaupandi allan tímann. „Ég var laus við óbærilegan sársauka en komst vissulega nálægt því á köflum,“ sagði Elísabet og bætti við: „Ég væri til í að endurtaka þetta aftur og aftur. 

MP2

Margeir á banka í Lviv í Úkraínu og MP banki í Reykjavík heitir enn MP banki – upphafsstafir í nafni Margeirs.

Elísabet er með góðan bakgrunn fyrir öll þessi hlaup en hún er með háskólapróf í lífefnafræði og næringarfræði og er líka búin að skrifa kennslubók fyrir hlaupara sem heitir Út að hlaupa. 
Þegar Elísabet er ekki að hlaupa er hún að fylgjast með veðrinu og flytja veðurfréttir á Stöð 2. Heimildir herma að hún fylgist líka vel með fréttum af veðri, pólitík og efnahagslífi í Úkraínu. Það er vegna þess að hún er einkadóttir Margeirs Péturssonar, 54 ár lögfræðings, fjárfestis og stórmeistara í skák, sem eyðir flestum stundum í borginni Lviv í Úkraínu en þar búa um 750.000 manns. Margeir er orðinn stórlax í viðskiptalífinu í Lviv og er aðaleigandi banka sem kenndur er við borgina og heitir þess vegna Bank Lviv.

 

MYNDIR: Betaruns.com

Related Posts