Ég hef alltaf verið pabbastelpa og það vita allir sem mig þekkja. Ég komst loksins í kærkomið en stutt sumarfrí og valdi að fara með pabba mínum í langan ísbíltúr.

Pabbi, mamma, börn og bíll; settumst upp í fasteign á hjólum og brunuðum sem leið lá á vit ævintýranna sem er að finna út á landi. Mér fannst frábært að sitja aftur í og rýna í landslagið sem þeyttist fram hjá. Synir mínir fönguðu Pokémona á meðan við pabbi spjölluðum um daginn og veginn og allt og ekkert á milli þess sem við smjöttuðum á ís og krækiberjum.

Mér þykir alveg hreint ótrúlega vænt um hann pabba minn og fannst frábært að fá tækifæri til að vera lítil stelpa í aftursætinu og þurfa ekki að hafa neinar fullorðinsáhyggjur í smástund en svo var lífið aftur stórt og ég sest við vinnu og börnin farin í skólann. Hin unaðslega rútína er aftur komin á kreik.

Með haustinu kemur aftur regla á lífið sem margir taka fagnandi en trega samt sumarið. Og svo koma jólin og þá styttist aftur í næsta sumar.

sedogheyrt30

Haustið gefur fyrirheit um skemmtilegar uppákomur, líkt og fegurðarsamkeppni á heimsmælikvarða.

 

Manuela Ósk kemur hlutunum á hreyfingu og lætur verkin tala. Hún situr fyrir í ótrúlega skemmtilegum myndaþætti í Séð og Heyrt og segir lesendum frá Miss Universe-keppninni sem hún stendur fyrir.

 

Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson gengu í hjónband, þeir héldu giftingarveislu en ekki brúðkaupsveislu því engin var brúðurin.

 

Þeir eru höfðingjar heim að sækja og var giftingarveislan þeirra ein allsherjar gleðisprengja, líkt og Séð og Heyrt er í viku hverri.

Njótið haustlitanna – ég veit að ég ætla að gera það – gabba kannski pabba til að fara í annan ísbíltúr bráðlega.

 

Leiðari síðasta tölublaðs- spánýtt blað er komið í verslanir

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir

Related Posts