Hjónin Ólafur Arnarson (52) og Sólveig Sif Hreiðarsdóttir (51) í bókaútgáfu:

Ólafur Arnarson

BÓKIN: Þessi er skemmtileg.

Illskeytt amma Breski rithöfundurinn Roald Dahl er flestum kunnur en hann hefur verið talinn einn besti barnasöguhöfundur sem uppi var á síðustu öld. Sjónvarpsþættirnir Óvænt endalok, eða Tales from the Darkside, nutu mikilla vinsælda um allan heim og kvikmyndirnar Charlie and the Chocolate Factory og Mathilda voru einnig byggðar á sögum eftir hann.

Þau Ólafur og Sólveig Sif féllu fyrir sögum Roald Dahls þegar þau bjuggu í Englandi og tryggðu sér útgáfuréttinn á þeim á Íslandi. „Við bjuggum í Englandi og áttum hljóðbók sem heitir Georg og magnaða mixtúran og fjallar um strák sem ákveður að lækna ömmu sína sem er andstyggileg,“ segir Ólafur en bókin kom nýverið út á íslensku. „Börnin hlustuðu á söguna þegar við vorum á ferðalögum og þetta var frábær barnapía. Strákurinn og amma hans búa á bóndabæ og hann er einn heima með henni og þarf að gefa henni lyf en kerlingin er mjög illskeytt. Hann ákveður að reyna að breyta henni með því að búa til mixtúru. Í kjölfarið fylgir ófyrirsáanleg atburðarás sem er aldeilis skemmtileg.“

Sólveig Sif er bókmenntfæðingur og í mastersnámi í þýðingarfræðum en á næstunni er von á annarri bók frá fyrirtæki þeirra Ólafs . „Í sumar kemur út önnur bók eftir Roald Dahl sem heitir BFG eða Big Friendly Giant,“ segir Ólafur. „Disney og Spielberg eru að gera mynd sem verður frumsýnd í sumar eftir þessari sögu en í henni leikur Ólafur Darri eitt aðalhlutverkanna.“

Ólafur Arnarson

FLOTT FJÖLSKYLDA: Systkinin Erlendur, Ólafur Hreiðar og Þórdís Sesselja elskuðu söguna um Georg og mögnuðu mixtúruna þannig að móðir þeirra skellti sér í að þýða hana og gefa hana út á íslensku – hér er öll fjölskyldan.

Séð og Heyrt fyrir alla – alltaf!

Related Posts