Svava Johansen (52) forstjóri bauð í afmæli og fagnaði með fólkinu sínu:

Verslunin 17 fagnar fertugsafmæli í ár og af því tilefni var blásið til heljarinnar veislu. Boðið var til veislu í Galleri 17 í Kringlunni og var slegið upp starfsmannateiti í Petersen-svítunni í Gamla bíói þar sem gömlum og nýjum starfsmönnum var boðið í afmælisfagnað. Stór og glæsilegur hópur hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin fjörtíu ár og var gleðin í fyrirrúmi þar sem endurfundum var fagnað. Svava tók höfðinglega á móti gestum og gangandi og bauð upp á ljúffengar veitingar.

NTC 40 ára

SVAKALEGA HAMINGJUSÖM: Svava Johansen og Björn K. Sveinbjörnsson geisluðu af hamingju í tilefni 40 ára afmælis NTC.

ALLTAF 17 ,,Þetta var rosalega skemmtilegt og gaman að sjá hversu margt af eldra starfsfólki kom og fagnaði með okkur. Við byrjuðum á því að halda upp á afmælið í versluninni okkar Galleri 17 í Kringlunni þar sem starfsmenn sáum um allan undirbúninginn sem var flottur og þeir stóðu sig með stakri prýði,“ segir Svava og var einstaklega þakklát fyrir flottan undirbúning. ,,Það var meðal annars boðið upp á popp og kók í gleri sem var merkt NTC, mjög skemmtileg hugmynd. Ég hafði líka gaman af því að sjá hve margir viðskiptavinir í gegnum áranna rás komu og samglöddust með okkur.“ En Svava kom sautján ára gömul inn í fyrirtækið fyrir liðlega þremur áratugum. ,,Einnig héldum við upp á afmælið með því að halda starfmannateiti í Petersen svítunni í Gamla bíói þar sem gömlum og nýjum starfsmönnum var boðið í alvörupartí.“ Boðið var upp á myndasýningu í Petersen svítunni þar sem farið var yfir liðna áratugi, frá árinu 1976 fram til dagsins í dag.

Gaman að sjá hæfileikana blómstra

Svava hefur einlægan áhuga á að vinna með fólki og spáir mikið í karakter hvers og eins. ,,Ég hef mjög gaman af því að vinna með fólki og hitta nýtt fólk. Ég nýt þess að fylgjast með starfsfólkinu mínu og sjá hæfileika hvers og eins blómstra. Það er ýmislegt sem starfsfólkið mitt hefur tekið sér fyrir hendur eftir að hafa stigið fyrstu skref sín í tískuvöruverslunum hjá okkur, sumir hafa orðið lögfræðingar, ljósmyndarar, hönnuðir, viðskiptafræðingar og svo má lengi telja,“ segir Svava og brosir. ,,Ég hafði líka ótrúlega gaman af því að sjá eldra starfsfólkið í teitinu og hve mikilvægur partur það er af fjölskyldunni, margir hafa myndað ýmsa hópa gegnum tíðina og haldið sambandi. Til dæmis hafa starfsmenn, gamlir og nýir myndað saumaklúbba, fótboltaklúbba og þess háttar. Ég er bara ómetanlega þakklát fyrir þetta allt saman og góða starfsfólkið mitt sem ég hef haft gegnum tíðina,“ segir Svava og er alsæl eftir veisluhöldin.

NTC 40 ára

SKVÍSUR: Svava með Helgu Ólafsson vinkonu sinni.

NTC 40 ára

SÆT OG GIRNILEG: Haraldur Jóhannsson, athafnamaður og vinur Svövu og Björns, fagnað með þeim og fékk sér köku með Birni.

NTC 40 ára

SÆT: Rakel Matthea Dofradóttir var eitt bros í tilefni dagsins og naut ljúffengra veiga.

NTC 40 ára

SVAKA HRESS: Sirrý Garðarsdóttir og Þormóður Jónsson komu færandi hendi og færðu Svövu blóm í tilefni dagsins.

NTC 40 ára

ÿØÿá±/Exif

SYKURSÆTAR SKVÍSUR: Tinna Rún, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir og Ásdís Dögg Guðmundsdóttir voru ánægðar með teitið í svítunni.

40 ára afmæli NTC

SUMARLEG OG FÖGUR FLJÓÐ: Þessi fallegu fljóð, Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður, Aldís Pálsdóttir ljósmyndari og Helga Þóra Árnadóttir nutu þess að fagna saman og rifja upp skemmtilegar stundir.

40 ára afmæli NTC

SYKURPÚÐAR: Þeir Tómas Urbancic sem er sonur Victors Urbancic, Darri Tryggvason og Ásgeir Frank Ásgeirsson, sonur Svövu, voru kampakátir með félaga sínum.

40 ára afmæli NTC

STUÐ: Björn og Páll Kr. Pálsson voru í stuði og skemmtu sér vel í góðum félagsskap.

40 ára afmæli NTC

SVO FLOTTAR SAMAN: Vinkonurnar Svava og Lára voru hinar kátustu og Lára flaug til landsins frá Sviss til vera með Svövu í afmælisteitinu en Lára vann í mörg ár hjá Svövu í versluninni Sautján.

40 ára afmæli NTC

SVÖL: Ingibjörg Hilmars og Jóhann Frímann Traustason, Jói í Motor, voru í stuði.

40 ára afmæli NTC

SÆTAR SAMAN: Helga Þóra Árnadóttir og Maja voru glaðar saman.

40 ára afmæli NTC

SKUTLUR: Vinkonurnar Sara Samúelsdóttir og Karitas Diljá Spano skemmtu sér vel í teitinu.

40 ára afmæli NTC

SMART OG FALLEG FEÐGIN: Björn með dóttur sinni, Nicole Roveri, sem kom alla leið frá Ítalíu til að samfagna föður sínum og Svövu.

40 ára afmæli NTC

SVALAR FEGURÐARDÍSIR: Maja Einarsdóttir og Rakel Matthea skörtuðu sínu fegursta.

40 ára afmæli NTC

SÆLLEG OG FALLEG MÆÐGIN: Ásgeir Frank Ásgeirsson hélt upp á daginn með móður sinni, Svövu, og manni hennar, Birni.

Séð og Heyrt hefur verslað í NTC í mörg ár.

Related Posts