Sigríður Ragna Sigurðardóttir (72) hitti gamla bekkinn sinn í Álftamýrarskóla:

Árgangurinn 1960 úr Álftamýrarskóla hittist og lyfti sér upp og bauð auðvitað gamla kennara sínum, Sigríði Rögnu, með. Hver og einn með sína sögu til að segja en sjálf segir Sigríður að óþekktarormarnir sem hún kenndi hafi allir staðið sig vel og eigi sérstakan stað í hjarta hennar.

Óþekktarormar „Þetta var bara óskaplega skemmtilegt. Ég kenndi þessum árgangi í fimm ár eða frá 7-12 ára aldurs,“ segir Sigríður Ragna um endurfundina og spurð að því hver hafi verið óþekkastur kemur í ljós að fyrst um sinn hafi þau öll verið pínulítið erfið.

Reunion

GÓÐ SAMAN: Gísli Gíslason og eiginkona hans, Jóhanna Björnsdóttir, ásamt Sigurði Pálssyni.

„Það er nú mjög erfitt að segja um það, ég tók við þeim sjö ára því þau voru óskaplega miklir óþekktarormar. Mér leist ekkert á þau til að byrja því þau voru eins og apar uppi um alla veggi. Ég brosti ekki fram að jólum en svo áttu þau hug minn allan. Það var einn sem sagði að það væri algjör heragi hjá mér. Þau þurftu að standa í röð í frosti og kulda og fengu ekki að fara inn fyrr en það var komin algjör þögn. Eftir þetta þá voru þau mjög ljúf og hlýddu mér alltaf.“

 

Lestu viðtalið og sjáðu allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts