Svo skemmtilega vildi til að Óskarsverðlaunahátíðina í Hollywood og Edduverðlaunahátíðina í Reykjavík bar upp á sama dag og sátu íslenskir og bandarískir sjónvarpsáhorfendur sem límdir við skjáinn til að fylgjast með stjörnunum ganga upp rauða dregilinn.

ragna fossberg

TVÆR STJÖRNUR: Ragna Fossberg tók stóru Edduna og Leonardo DiCaprio Óskarinn.

Það jafnast fátt á við að sjá fræga fólkið gleðjast hvert með öðru. Í sínu fínasta pússi, með síbros á vör, freyðandi drykki milli fingra og nautatungur á pinna.

Óskar og Edda vekja alltaf upp sterkar tilfinningar ár hvert og nú var það fjarvera svartra á tilnefningalistanum ytra og áberandi skortur á Ófærð á þeim íslenska sem olli titringi. Virtist allt ætla í bál og brand en var afstýrt. Veislan hefur forgang.

Íslenska Eddan gefur bandaríska Óskari lítið eftir þegar kemur að verðlaunaafhendingum. Á báðum stöðum eru flott verk í boði, snjallir leikarar, stórkostleg tónlist, frábær förðun og lekkerar leikmyndir svo fátt eitt sé nefnt. Íslendingar eru allt í einu orðnir jafningjar útlendinga í kvikmyndagerð, eftirsóttir til starfa víða um heim, skila sínu með sóma og snúa stoltir heim þar sem þjóðin bíður og gleðst með.

Í minningunni eru þeir aðeins þrír Íslendingarnir sem tilnefndir hafa verið til Óskarsins; Firðrik Þór, Jóhann G. og svo Björk í svanakjólnum fræga. Útlendingar hafa nú verið tilnefndir til Eddunnar og eiga þeir örugglega eftir að verða fleiri.

Óskar og Edda er skemmtileg tvenna sem lýsir upp skammdegið við ysta haf í koldimmum febrúar, líkt og átökin og spennan í hringleikahúsum Rómverja til forna þegar skylmingaþrælar öttu kappi við grenjandi ljón og alþýðan fagnaði sem ein á sérútbúnum áhorfendapöllum sem heita flatskjáir í dag.

eir’kur j—nsson

Óskar og Edda gera lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu.

Eiríkur Jónsson

Related Posts