Þeir gefa menningarlífinu lit með listsköpun sinni og hafa leikstýrt mörgum af albestu kvikmyndum Íslands. Þeir eru þó ekki allir á kafi í kvikmyndum því hinir ýmsu sjónvarpsþættir heilla fólk og þar eru kvikmyndaleikstjórar engin undantekning. Þessir íslensku leikstjórar eiga það sameiginlegt að hafa gaman af sjónvarpsþáttum.

Óskar Jónasson (52):Sjónvarpsþættir

Ég er að horfa aftur á Breaking Bad. Mér finnst þetta svo vel skrifaðir og vel útfærðir þættir. Þetta er sería sem var alveg úthugsuð frá upphafi. Áður en þeir byrjuðu á fyrsta þætti þá var búið að úthugsa allar fimm seríurnar. Svo finnst mér þetta vera svo nálægt okkur, svona fjölskyldufaðir sem er ofboðslega duglegur að skaffa fyrir fjölskyldu sína. Ég hef líka verið að horfa á Bloodline og Rectify en Breaking Bad er bara nútíma Shakespeare, þetta er verðandi klassík í sjónvarpsheiminum.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts